Sverrir Halldórsson
Hestamaður í Reykjavík | Café Loki og Askur | Veitingarýni
Ég hafði haft samband við félaga mína sem eru forfallnir hestamenn og sagt þeim hvaða hugmynd ég bæri í kollinum og hvort þeir gætu leiðbeint mér hvað það væri sem þessi söfnuður væri að borða nú um stundir og kemur hér niðurstaðan.
Í hádeginu fór ég á Cafe Loka og fékk mér:
Hún var eins og kjötsúpa var í gamla daga, laus við alla tilraunastarfsemi, bara þetta gamla góða bragð og það kröftugt
Smakkaðist það alveg svakalega vel, kakan volg, safaríkt og vel soðið hangikjöt, baunasalatið klassískt, en fyrir minn smekk hefði ég sett smá sykur í rófustöppuna.
Listaverkið sem er nýbúið að mála á einn vegginn á Loka er eftir Sigga Val og Raffaella og er tilkomumikið að sjá þetta verk sem er úr goðafræðunum og enn ein ástæðan til að heimsækja Loka.
Fór ég glaður í bragði út eftir velheppnaðan hádegisverð og fór á rúntinn.
UM sexleitið var ég mættur inn á Ask en þar skyldi kvöldverðurinn snæddur, var mér vísað til borðs og boðinn matseðill og eftir smálestur var ég klár.
Í forrétt pantaði ég:
Var hann mjög góður, utan þess að á honum var hrár rauðlaukur, varasamt.
Í aðalrétt pantaði ég:
Fyrsti bitinn var seigur og kartaflan svo heit að ekki var hægt að borða hana, lét ég líða ca 5 -6 mínútur og reyndi aftur þá var kjötið orðið meyrt og hitinn á kartöflunni orðinn passlegur, kjötið var bragðgott, sósan guðdómleg, hvítlaukssósan í kartöflunni himnesk, en grænmetið alveg bragðlaust og að mestu undir steikinni, þannig að diskurinn sem slíkur minnti á hóla í eyðimörk.
Í ábætir pantaði ég:
Var hún alveg svakalega stór, en mjög góð, ekki of sæt, en ég orkaði ekki meiru en ½ skammt, þá var ég sprunginn.
Þjónustan var góð og alltaf stutt í einhvern af þeim, flott.
Það fór einn þokkalega glaður út í bíl, til að keyra á næsta stað sem var Harpan, en var mæting kl 20:00 á tónleika Helga Björnssonar og Reiðmanna Vindanna og þvílíkt fjör, sem maður fékk gæsahúð trekk í trekk yfir söng Helga og músíkinni, að unaðsleg tilfinning að upplifa það trekk í trekk hvað við eigum marga flotta fagmenn í músíkinni.
Þegar ég kom heim um hálf tólf, var bensínið eiginlega búið á kallinum og gott að komast í koju og inn í draumaveröldina og dreyma um hesta.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum