Starfsmannavelta
Gunnars Majones er gjaldþrota
Gunnars Majones hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1960 og framleiðir sósur og majones, eins og kunnugt er. Skiptastjóri lýsir eftir kröfum í búið í Lögbirtingablaðinu í dag.
Félagið var stofnað af Gunnari Jónssyni, en hann lést árið 1998. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir er forstjóri félagsins og hefur gegnt starfinu frá árinu 2006. Kleópatra hefur einnig fengist við ritstörf og gaf seinast út bókina Kleopatra villt af vegi árið 2012, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.
Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2011 var það í eigu Sigríðar Regínu Waage sem átti 31,97 prósent eignarhlut, Helen Gunnarsdóttur Jónsson sem átti 27,58 prósent hlut og Nancy Ragnheiðar Jónsson sem átti 40,45 prósent í félaginu. Félagið hagnaðist um tæpar 11 milljónir árið 2011 og 15,2 milljónir árið áður. Eigið fé var í lok árs neikvætt um 55,5 milljónir. Viðskiptaskuldir námu 97,6 milljón krónum og skuldir við lánastofnanir 27 milljónir.
Félagið skilaði ekki inn ársreikningum árin 2012 og 2013.
Greint frá í Viðskiptablaðinu.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati