Freisting
Kokkar á kajak – Vatnselgur á Höfn
Ófært er víða um bæinn í Höfn í Hornafirði vegna mikils vatnselgs og víða hefur flætt inn í hús. Slökkvilið og bæjarstarfsmenn dæla látlaust og hafa vart undan. Í húsi við Höfðaveg er ökkladjúpt vatn á neðri hæð og hafa húseigendur dælt í alla nótt og óskuðu í dag eftir aðstoð frá slökkviliðinu. Svæðið frá Sparisjóðnum og að Heppuskóla er allt á kafi í vatni og langt út á fótboltavöll.
Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 mm. Útlit er fyrir að heldur dragi úr rigningunni seinna í dag útlit er fyrir mikilli rigningu á morgun.
Fimmtíu manna hópur frá Seyðisfirði sem ætlaði á frumsýningu á Hótel Höfn í kvöld varð innlyksa á Djúpavogi í nótt en skriðurnar voru lokaðar þangað til seinni partinn í dag. Fjölmargir vöruflutningabílar voru einnig veðurtepptir á Höfn í nótt.
Á myndinni eru kokkarnir og húmoristarnir Óðinn Eymundsson og Kristján Guðnason á eina farartækinu sem dugði á Höfn í dag.
Greint frá á fréttavef Hornafjarðar
Mynd: Hornafjarðarvefur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína