Uncategorized
Aldursgreina vín með eindahraðli
|
|
Franskir vísindamenn hafa þróað aðferð við að nota eindahraðal til að aldursgreina vín, að því er ein þekktasta vísindastofnun Frakklands greindi frá í vikunni.
Aðferðin er í því fólgin, að finna út aldur glersins í vínflöskunum með því að greina röntgengeisla sem losna þegar flöskurnar eru settar undir jónabunu í eindahraðli.
Með þessum hætti er unnt að staðfesta aldur og uppruna flöskunnar, og aldursgreina þannig gömul vín … án þess að opna flöskuna eða hafa á nokkurn hátt áhrif á innihaldið, sagði í tilkynningu frá Vísindarannsóknamiðstöð Frakklands (CNRS).
Með því að bera niðurstöðurnar saman við gagnabanka með nákvæmumum upplýsingum um 80 Bordeaux-flöskur frá 19. öld og fram til nútímans má fá vísbendingar um aldur margra vína.
Í eindahraðli eru eindir, eins og til dæmis elektrónur, látnar ná allt að ljóshraða og rekast á atóm til að hægt sé að greina uppbyggingu þess.
Greint frá á Mbl.is | Mynd: CNRS.fr | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






