Keppni
Hér eru keppendurnir sem keppa um besta Kahlúa eftirréttinn 2014
Ísam og Mekka Wines & spirits ásamt Kahlúa og Puratos efna til eftirréttarkeppni sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica á morgun 9. maí. Eftirréttirnir verða til sýnis á vörusýningu Ísam og Mekka Wines & spirits sem hefst kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00.
Keppendur eru (raðað eftir stafrófsröð):
- Aðalheiður Dögg Hreinsdóttir – Sandholt
- Almar Þór Þorgeirsson – Almar bakari
- Andri Már Ragnarsson – Reynir Bakari
- Anna María Guðmundsdóttir – Mosfellsbakarí
- Axel Þorsteinsson – Sushi Samba
- Bettý Snæfeld Sigurðardóttir – Nýja kökuhúsið
- Bjarni Ivar Waage – Geirabakarí
- Björn Albertsson – KH Veitingar
- Bozena Jozefik – Cafe Mika
- Bruno Birins – Hótel Geysir
- Davíð Þór Vilhjálmsson – Gæðabakstur
- Dörthe Zenker – Almar bakari
- Hálfdan Þór Þorsteinsson – Sauðárkróksbakarí
- Hermann Þór Marinósson – Hilton Hótel
- Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir – Hérastubbur
- Iris Björk Óskarsson – Sveinsbakarí
- Jón Anton Bergsson – Mosfellsbakarí
- Jónas Oddur Björnsson – Hilton Hótel
- Kasten Rummelhof – Sauðárkróksbakarí
- Kjartan Ásbjörnsson – Bæjarbakarí
- Magnús Steinar Magnússon – Reynir bakari
- Maris Kruklins – Hótel Geysir
- Ragnheiður Guðmundsdóttir – Eir hjúkrunarheimili
- Ragnheiður Ýr Markúsdóttir – Mosfellsbakarí
- Róbert Ómarsson – Kökuval (Hella)
- Stefán Gaukur Rafnsson – Sveinsbakarí
- Stefán Hrafn Sigfússon – Mosfellsbakarí
- Sveinn Þorgeir Jóhannson – KH Veitingar
- Sævar Örn Ingólfsson – Reynir Bakari
- Thelma Rós Björgvinsdóttir – Björnsbakarí (Austurströnd)
- Tómas Isleifsson – Okkar Bakarí
- Vigdís Mi Diem Vu – Sandholt
- Þorvaldur B Hauksson – Myllan
- Örvar Kristjánsson – Almar bakari
Kahlúa eftirréttur 2014 – Nánari skýringar og reglur
Stærð: Eftirrétturinn skal vera á bilinu 80 – 120 gr.
Samsetning: Eftirrétturinn verður að vera steyptur í t.d form, glasi, skál. Verður að innihalda Kahlúa líkjör og einhver hráefni frá Puratos t.d. súkkulaði, gel, möndlumjöl, botna eða annað.
Nákvæm lýsing: Eftirrétturinn skal skila tilbúinn og fullskreyttum, frjálst val er um útlit og lögun en eftirrétturinn skal skila inn á disk eða í glasi, smellukrukku, skál. Skila skal inn 5 eins eftirréttum, ásamt uppskrift, ATH. það þarf EKKI að hafa t.d ískúlu, sósu, köku með. Tekið verður á móti eftirréttinum í vörumóttöku eldhúss ( kjallara ) Hilton Hótel að Suðurlandsbraut 2, föstudaginn 9. maí á milli kl. 11– 12:00.
Dómarar / Kynning: Hafa skal í huga að dómarar munu dæma hvern eftirrétt út frá eftirfarandi hlutföllum;
- Bragð – 50%
- Útlit – 30%
- Uppbygging – 20%
Ef það verður jafnt þá metum við hver skilar uppskriftinni betur frá sér, svo það þarf að vanda það líka.
Eftirrétturinn verður lagður fyrir dómara sem verða að störfum á milli kl. 12:00 og 14:00 sama dag, og verður ljósmyndaður og síðan kynnt gestum sem fá tækifæri á að skoða og smakka á vörusýningu ÍSAM og Mekka milli kl. 16:00 og 20.00 sama dag. Úrslit verða síðan tilkynnt kl. 18:00 og verðlaun afhent á vörusýningu ÍSAM og Mekka.
Mekka Wines&Spirits og Íslensk Ameríska áskila sér rétt til þess að kynna vinningshafann, eftirréttinn og vinningsuppskriftina í fjölmiðlum. Einnig stendur til að farið verði í markaðskynningu á eftirréttinum með væntanlega sölu í huga í bakaríum, hótelum og veitingahúsum.
Dómarar eru:
- Jón Rúnar Arilíusson, bakari og konditor
- Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður
- Kristín Dröfn Einarsdóttir, Gestgjafinn
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast