Vertu memm

Keppni

Hér eru keppendurnir sem keppa um besta Kahlúa eftirréttinn 2014

Birting:

þann

Súkkulaði

Ísam og Mekka Wines & spirits ásamt Kahlúa og Puratos efna til eftirréttarkeppni sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica á morgun 9. maí. Eftirréttirnir verða til sýnis á vörusýningu Ísam og Mekka Wines & spirits sem hefst kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00.

Keppendur eru (raðað eftir stafrófsröð):

  • Aðalheiður Dögg Hreinsdóttir – Sandholt
  • Almar Þór Þorgeirsson – Almar bakari
  • Andri Már Ragnarsson – Reynir Bakari
  • Anna María Guðmundsdóttir – Mosfellsbakarí
  • Axel Þorsteinsson – Sushi Samba
  • Bettý Snæfeld Sigurðardóttir – Nýja kökuhúsið
  • Bjarni Ivar Waage – Geirabakarí
  • Björn Albertsson – KH Veitingar
  • Bozena Jozefik – Cafe Mika
  • Bruno Birins – Hótel Geysir
  • Davíð Þór Vilhjálmsson – Gæðabakstur
  • Dörthe Zenker – Almar bakari
  • Hálfdan Þór Þorsteinsson – Sauðárkróksbakarí
  • Hermann Þór Marinósson – Hilton Hótel
  • Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir – Hérastubbur
  • Iris Björk Óskarsson – Sveinsbakarí
  • Jón Anton Bergsson – Mosfellsbakarí
  • Jónas Oddur Björnsson – Hilton Hótel
  • Kasten Rummelhof – Sauðárkróksbakarí
  • Kjartan Ásbjörnsson – Bæjarbakarí
  • Magnús Steinar Magnússon – Reynir bakari
  • Maris Kruklins – Hótel Geysir
  • Ragnheiður Guðmundsdóttir – Eir hjúkrunarheimili
  • Ragnheiður Ýr Markúsdóttir – Mosfellsbakarí
  • Róbert Ómarsson – Kökuval (Hella)
  • Stefán Gaukur Rafnsson – Sveinsbakarí
  • Stefán Hrafn Sigfússon – Mosfellsbakarí
  • Sveinn Þorgeir Jóhannson – KH Veitingar
  • Sævar Örn Ingólfsson – Reynir Bakari
  • Thelma Rós Björgvinsdóttir – Björnsbakarí (Austurströnd)
  • Tómas Isleifsson – Okkar Bakarí
  • Vigdís Mi Diem Vu – Sandholt
  • Þorvaldur B Hauksson – Myllan
  • Örvar Kristjánsson – Almar bakari

Kahlúa eftirréttur 2014 – Nánari skýringar og reglur

Stærð:    Eftirrétturinn skal vera á bilinu 80 – 120 gr.

Samsetning:  Eftirrétturinn verður að vera steyptur í t.d form, glasi, skál.  Verður að innihalda Kahlúa líkjör og einhver hráefni frá Puratos t.d. súkkulaði, gel, möndlumjöl, botna eða annað.

Nákvæm lýsing:  Eftirrétturinn skal skila tilbúinn og fullskreyttum, frjálst val er um útlit og lögun en eftirrétturinn skal skila inn á disk eða í glasi, smellukrukku, skál.  Skila skal inn 5 eins eftirréttum, ásamt uppskrift, ATH. það þarf EKKI að hafa t.d ískúlu, sósu, köku með. Tekið verður á móti eftirréttinum í vörumóttöku eldhúss ( kjallara ) Hilton Hótel að Suðurlandsbraut 2, föstudaginn 9. maí á milli kl. 11– 12:00.

Dómarar / Kynning:  Hafa skal í huga að dómarar munu dæma hvern eftirrétt út frá eftirfarandi hlutföllum;

  • Bragð – 50%
  • Útlit – 30%
  • Uppbygging – 20%

Ef það verður jafnt þá metum við hver skilar uppskriftinni betur frá sér, svo það þarf að vanda það líka.

Eftirrétturinn verður lagður fyrir dómara sem verða að störfum á milli kl. 12:00 og 14:00 sama dag, og verður ljósmyndaður og síðan kynnt gestum sem fá tækifæri á að skoða og smakka á vörusýningu ÍSAM og Mekka milli kl. 16:00 og 20.00 sama dag. Úrslit verða síðan tilkynnt kl. 18:00 og verðlaun afhent á vörusýningu ÍSAM og Mekka.

Mekka Wines&Spirits og Íslensk Ameríska áskila sér rétt til þess að kynna vinningshafann, eftirréttinn og vinningsuppskriftina í fjölmiðlum. Einnig stendur til að farið verði í markaðskynningu á eftirréttinum með væntanlega sölu í huga í bakaríum, hótelum og veitingahúsum.

Dómarar eru:

  • Jón Rúnar Arilíusson, bakari og konditor
  • Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður
  • Kristín Dröfn Einarsdóttir, Gestgjafinn

 

Mynd: úr safni.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið