Smári Valtýr Sæbjörnsson
Birgir Bieltvedt kaupir helmingshlut í Gló | Stefnt að því að opna fleiri Gló veitingastaði

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og kona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. Veitingastaðir keðjunnar eru þrír samtals en stefnt er að þvi að opna einn til tvo nýja staði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að gera sérleyfissamning fyrir merkið á Akureyri, að því er fram kemur á vb.is.
Þegar horft er til lengri tíma er stefnt að því að opna Gló veitingastað erlendis og þá er horft á skandínavískan og bandarískan markað. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru flestum kunn, eiga áfram fyrirtækið með nýjum fjárfestum.
Yfirkokkur á Gló er Eyþór Rúnarsson.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![]()
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





