Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Breskt par opnar íslenskan kaffibar á Englandi
Chris og Lisa Whitear komu fyrst til Íslands árið 2009 og er óhætt að segja að þau hafi fallið fyrir landi og þjóð. Þau hafa komið aftur á hverju ári og hafa nú ákveðið að ganga enn lengra og opna íslenskan kaffibar í Portsmouth.
Við komum fyrst til Íslands árið 2009. Þetta var svo óhefðbundinn staður og við urðum bara ástfangin
, segir Lisa í samtali við pressan.is.
Við höfum farið aftur á hverju ári síðan og tekið fleiri vini með og við sögðum öll, af hverju eru ekki kaffibarir á Bretlandi?
Barinn heitir 101 Reykjavík og prýðir sjálf Hallgrímskirkja merki hans. Að sögn Chris var ætlun þeirra að hafa staðinn „huggulegan“, í hans eigin orðum, sem hann skilgreinir sem hlýlegan og notarlegan.
Þannig viljum við að fólki líði hér
, segir hann.
Séreinkenni 101 eigi að vera hin íslenska kaffibarastemmning þar sem fólk af öllum toga hittist; pípulagningarmenn, ljóðskáld og viðskiptajöfrar.
Á staðnum er hægt að gæða sér á ýmsum íslenskum kræsingum og má þar nefna hafragraut, þorsk, pylsur og skyr. Þá er einnig boðið upp á Reyka vodka og brennivín og ýmsa kokteila með nöfnum á borð við Bláa lónið, norðurljós og Eyjafjallajökull. Einnig er boðið er upp á íslenskan bjór og segir Chris að Steðji hafi notið sérstaklega mikilla vinsælda meðal gesta.
Myndir af íslensku landslagi hanga á veggjum fá gestir að njóta íslenskrar tónlistar í þokkabót. Á fimmtudögum eru svo haldin svokölluð „þing“ þar sem, til að mynda, íslenskir höfundar kynna bækur sínar og íslenskar heimildarmyndir eru spilaðar, að því er fram kemur á pressan.is.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu 101 Reykjavík, 101reykjavik.co.uk
Myndir: af twitter síðu 101reykjavik.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum