Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Breskt par opnar íslenskan kaffibar á Englandi

Birting:

þann

Chris og Lisa Whitear

Chris og Lisa Whitear

Chris og Lisa Whitear komu fyrst til Íslands árið 2009 og er óhætt að segja að þau hafi fallið fyrir landi og þjóð. Þau hafa komið aftur á hverju ári og hafa nú ákveðið að ganga enn lengra og opna íslenskan kaffibar í Portsmouth.

Við komum fyrst til Íslands árið 2009. Þetta var svo óhefðbundinn staður og við urðum bara ástfangin

, segir Lisa í samtali við pressan.is.

Við höfum farið aftur á hverju ári síðan og tekið fleiri vini með og við sögðum öll, af hverju eru ekki kaffibarir á Bretlandi?

Barinn heitir 101 Reykjavík og prýðir sjálf Hallgrímskirkja merki hans. Að sögn Chris var ætlun þeirra að hafa staðinn „huggulegan“, í hans eigin orðum, sem hann skilgreinir sem hlýlegan og notarlegan.

Þannig viljum við að fólki líði hér

, segir hann.

Séreinkenni 101 eigi að vera hin íslenska kaffibarastemmning þar sem fólk af öllum toga hittist; pípulagningarmenn, ljóðskáld og viðskiptajöfrar.

Á staðnum er hægt að gæða sér á ýmsum íslenskum kræsingum og má þar nefna hafragraut, þorsk, pylsur og skyr. Þá er einnig boðið upp á Reyka vodka og brennivín og ýmsa kokteila með nöfnum á borð við Bláa lónið, norðurljós og Eyjafjallajökull. Einnig er boðið er upp á íslenskan bjór og segir Chris að Steðji hafi notið sérstaklega mikilla vinsælda meðal gesta.

Myndir af íslensku landslagi hanga á veggjum fá gestir að njóta íslenskrar tónlistar í þokkabót. Á fimmtudögum eru svo haldin svokölluð „þing“ þar sem, til að mynda, íslenskir höfundar kynna bækur sínar og íslenskar heimildarmyndir eru spilaðar, að því er fram kemur á pressan.is.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu 101 Reykjavík, 101reykjavik.co.uk

Myndir: af twitter síðu 101reykjavik.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið