KM
Uss, uss The Canadiens is coming to Town

Það var vaknað snemma, tekinn smá skver á baðinu og rúllað niður í brekkara, flott hlaðborð og mikið úrval og ekki staðist að smakka aðeins á því.
Kl 09;00 mætti rúta fyrir utan hótelið og flutti okkur í gamlan matreiðsluskóla sem þeir eru hættir að nota og fengum við aðstöðu í einu eldhúsinu til að undirbúa, því ungkokkarnir áttu að afgreiða fyrirfram ákveðin matseðil í tjaldi niður við höfn undir nafninu Flirting with Seafood. Bæði miðvikudag og fimmtudag það skyldi afgreitt kl 12;00 kl 15;00 og kl 18;00, undirbúningurinn gekk með ágætum og var hreinasta unun að sjá hvað þau náðu vel saman og þau sem komu ný inn í hópinn virtust hafa verið þarna allann tímann.

Í hádeginu kom Ragnhild og Nína með samlokur og ávaxtasafa sem allir nærðu sig á og svo var haldið áfram en það var voða loftleysi og hiti inni í eldhúsinu, okkur til aðstoðar var Gunnar Hvarnes yfirreddari sem er í norska landsliðinu í frímerkjasöfnun æ nei í matreiðslu.
|
|
Kl 17;00 en þá kom rútan og sótti okkur og farið með okkur niður að sjó, svona þeirra Nauthólsvík og þar voru áðurnefndar dömur klárar með kvöldverðinn sem samanstóð af nýveiddum og soðnum rækjum, súrdeigsbrauði, salati og mayonnaise og svo fékk hver sér á disk og settist út í guðs grænu náttúrunna og byrjaði að pilla rækjur því þær voru jú enn í skelinni.
Ég verð nú að viðurkenna að ég er alveg til í að borga aðeins meira og fá matinn minn tilbúinn á disk til átu.
Kl 18;30 kom rútan og sótti okkur og fóru nokkrir upp í skóla og ætluðu að undirbúa meira en öldungadeildin fór upp á hótel og ég þar á meðal, og þegar þar var komið áttaði ég mig á því að þessar helvítis rækjur höfðu bara ert upp í manni hungrið þannig að ég smellti mér inni í ressann og pantaði mér sjávarréttarsúpu og þvílík súpa, hún var himnensk að borða og fór maður saddur, sæll og ánægður upp á herbergi til að kúra eins og litlu börnin.
Fleira tengt efni:
20.7.2008
Nordic/Canada culinary Junior Exchange 2008
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






