Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kleinum þetta í gang: Íslenski kleinudagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Það er orðið algengt víða um heim að vinsælt bakkelsi fái sinn eigin dag. Í Svíþjóð er til dæmis haldið upp á vöfflu- og kanelsnúðadaginn og í Danmörku er pönnukökudagurinn vinsæll viðburður. En hér á landi á kleinan sannarlega ekkert minna skilið, enda órjúfanlegur hluti af íslenskri matar- og þjóðmenningu.
Kleinudeginum var fagnað í fyrsta sinn árið 2021 og hefur síðan notið sívaxandi vinsælda. Fjölmiðlar hafa greint frá deginum víða og æ fleiri fyrirtæki í veitinga- og bakaríageiranum taka þátt með einum eða öðrum hætti. Enginn græðir á deginum nema íslenska þjóðin sjálf, sem fær tilefni til að gleðjast, steikja kleinur og gera þessum þjóðlega bita hátt undir höfði.
Best að fagna með kleinu í hönd
Að sjálfsögðu er kleinudeginum best fagnað með því að fá sér kleinu, hvort sem hún er heimagerð eða keypt úr uppáhaldsbakaríinu. Á Instagram-síðunni Kleinudagurinn má finna innblástur, fróðleik og myndir af kleinum hvaðanæva að, auk þess sem almenningur er hvattur til að deila sínum eigin myndum með myllumerkinu #kleinudagurinn.
Hvers vegna 10. nóvember?
Vinir kleinunnar velta því vandlega fyrir sér hvenær best væri að halda upp á daginn og niðurstaðan varð 10. nóvember. Haustið þótti kjörinn tími, þegar fá fagnaðarefni eru framundan en þörfin fyrir notalegheit og heimilislega lykt er mikil. Þá er hægt að steikja kleinur og jafnvel frysta þær fyrir jólin.
„Fyrst og síðast var löngu kominn tími til að gera kleinunni hátt undir höfði,“
segir í tilkynningu frá vinum kleinunnar.
Kleinan lengi lifi!
Mynd: www.kleinudagurinn.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






