Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Aldan fisk & sælkeraverslun tekur við í Spönginni
Fiskverslunin Hafið í Spönginni hefur nú gengið í endurnýjun og fengið nýtt yfirbragð, því nýir eigendur hafa tekið við og mun verslunin framvegis bera nafnið Aldan fisk & sælkeraverslun.
Hafið í Hlíðasmára heldur þó áfram með sína vinsælu starfsemi og býður áfram upp á ferskan og gómsætan fisk alla daga. Þar verður tekið ávallt vel á móti viðskiptavinum eins og hingað til.
Að Öldu standa Páll Fannar Pálsson og Haraldur Geir Hafsteinsson matreiðslumaður, betur þekktur sem Harry. Þeir hyggjast halda áfram þeirri góðu hefð að bjóða upp á gæða hráefni og vandaða fiskrétti fyrir sælkera.
Í tilefni opnunarinnar verður opnunartilboð dagana 10.–14. nóvember, þar sem gestir fá 20% afslátt af öllum ferskum fiski og fiskréttum.
Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10–18:30
Föstudaga kl. 10–18:00
Mynd: facebook / Aldan Fiskverslun
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






