Vertu memm

Foodexpo

Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Horfðu á fagnaðarlætin hér

Birting:

þann

Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Mynd: Hinrik Carl Ellertsson

Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Mynd: Hinrik Carl Ellertsson

Í dag fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.

Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Ísland og hreppti 1. sætið, glæsilegur árangur og til hamingju.

Keppt var í bæði Matreiðslumaður Norðurlanda (Senior chef) og í hópi yngri matreiðslumanna (Junior chef) í sömu keppni þar sem Óðinn Birgir Árnason keppti fyrir hönd Ísland.  Alls voru 10 keppendur sem kepptu, en úrslit úr þessum báðum flokkum var kynnt á keppnissvæðinu í dag og eru eftirfarandi:

Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):

  1. sæti – Viktor Örn Andrésson, Ísland
  2. sæti – Fredrik Andersson, Svíþjóð
  3. sæti – Michael Pedersen, Danmörk

Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Junior chef):

  1. sæti – Eric Seger, Svíðþjóð
  2. sæti – Mats Ueland, Noregur
  3. sæti – Anders Rytter, Danmörk

Heildarúrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 var kynnt á sameiginlegum kvöldverði nú rétt í þessu og kom úrslitin nú engum á óvart, að Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014.

Hér að neðan má horfa á myndband þegar úrslitin voru kynnt á keppnissvæðinu í Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):

Til gamans má geta að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina, en Ragnar Ómarsson hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2003.

Vel fagnað | Mynd: Bragi Þór Hansson

Vel fagnað | Mynd: Bragi Þór Hansson

Myndir: Bragi & Hinrik

Vídeó: Þráinn Freyr Vigfússon

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið