Freisting
Nýr Staðarskáli í haust
Nýr Staðarskáli verður tekinn í notkun í haust. Þá verður ný leið yfir Hrútafjarðarbotn opnuð og gamli skálinn ekki lengur í alfaraleið.
Það eru væntanlega ekki margir núlifandi Íslendingar sem ekki hafa einhvern tíma fengið sér pulsu og kók eða jafnvel enn umfangsmeiri veitingar í Staðarskála í Hrútafirði. Staðarskáli hefur þjónað vegfarendum frá árinu 1960 þegar bændur á Stað hófu þar veitingasölu en áður hafði verið bensínsala á jörðinni frá 1929.
Í fyrra keypti N1 rekstur Staðarskála og einnig veitingaskálann í Brú. Síðsumars verður rekstri Brúarskálans hætt og hann rifinn en í haust flytur Staðarskáli í nýtt húsnæði á eyrunum við Hrútafjarðarós. Stefnt er að því að það verði 1. september en þá verður gamli skálinn orðinn úrleiðis eftir að nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður tekinn í notkun.
Nýi vegurinn liggur frá Brú að Brandagili sem er rétt norðan við Staðarskála og er hann tæplega 7 kílómetra langur en að auki er tæplega tveggja kílómetra tenging við djúpveg. Nýi vegurinn styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki svo neinu nemi en hann tengir hinsvegar betur saman Húnavatnssýslur og Strandir.
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var