Frétt
Hooters og Hendrick Motorsports ná samkomulagi – deilan kostaði 900.000 dali
Skyndibitakeðjan Hooters hefur samþykkt að greiða 900.000 bandaríkjadali til þess að leysa úr kærumálum við kappakstursliðið Hendrick Motorsports, sem sakaði fyrirtækið um að hafa ekki staðið við styrktarsamning.
Sjá einnig: Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
Samkvæmt frétt New York Times var málið höfðað í ágúst 2024, þar sem Hendrick Motorsports krafðist greiðslu upp á 1,705 milljónir dala vegna vangoldinna styrktargreiðslu. Samkomulag náðist milli aðila þann 21. mars sl., þar sem Hooters samþykkti að greiða lægri fjárhæð til að ljúka málinu utan dómstóla.
Deilan snerist um margra ára samstarf Hooters og Hendrick Motorsports í NASCAR, þar sem Hooters hafði meðal annars styrkt ökumanninn Chase Elliott.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun