Vertu memm

Keppni

Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir

Birting:

þann

Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina - Myndir

Jakob Leó Ægisson og Hafliði Halldórsson

Óhætt að segja að unga fólkið hafi sjarmað dómnefndina og áhorfendur upp úr skónum. Jakob Leó Ægisson sigraði hversdags matreiðslukeppnina „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ sem fram fór á Matarmarkaði Íslands í Hörpu. Í þetta skiptið voru engin verðlaun veitt fyrir 2. og 3. sæti.

Jakob Leó er 13 ára gamall og hafði Markús Júlían 17 ára bróðir sinn með sem aðstoðarmann. Þeir elduðu lambasnitsel með kremuðu toppkáli og það sem kveikti í dómnefndinni fyrir utan lambið sem var mjúkt og gott var rabbarbarasulta ristuð í brúnuðu smjöri sem dómararnir féllu fyrir.

Jakob Leó Ægisson ólst upp við ilminn af góðum mat – enda sonur Ægis Friðrikssonar, matreiðslumeistara og kennara í Hótel- og matvælaskólanum.

Nánari upplýsingar um reglur keppninnar má nálgast með því að smella hér.

Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina - Myndir

Björn Skúlason og Shruthi Basappa

Í dómnefnd voru:

Björn Skúlason eiginmaður forseta Íslands.

Shruthi Basappa matarblaðamaður og arkitekt.

Tjörvi Bjarnason eigandi Matlands.

Sævar Helgi Bragason / “Stjörnu-Sævar

Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina - Myndir

Tjörvi Bjarnason og Sævar Helgi Bragason

Verðlaun

Sigurvegarinn hlaut vegleg verðlaun: fjölskyldugisting í tvær nætur á Brúnastöðum og einstök sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð.

Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina - Myndir

Börkur, 6 ára, stóð sig frábærlega í eldhúsinu með föður sínum, Guðlaugi Kristmundssyni, sér til aðstoðar.

Frá 6 til 58 ára – lambakjöt sameinaði matgæðinga á öllum aldri

„Okkur fannst tilvalið að sýna almenningi að það er fljótlegt, skemmtilegt og góður valkostur að elda lambakjöt jafnvel þótt tíminn sé knappur eins og oft er raunin í dagsins önn.

Ef neytendur hafa aðgang að réttu bitunum í verslunum er vel hægt að elda góðan lambarétt á korteri eða skemur. Keppendur fengu skylduhráefni hjá okkur sem var lamba- mínútusteik, þau máttu vinna hvað sem er úr henni og taka annað hráefni með úr ísskápnum heima. Eldunartækin voru líka einföld en keppendur höfðu einungis eina hellu, pönnu og pott ásamt smááhöldum til að vinna með.

Stemningin var góð, fjöldi áhorfenda fylgdist með og keppendur og dómarar skiluðu vandaðri vinnu með bros á vör. Keppendur voru á góðu aldursbili, sá yngsti Börkur er 6 ára og efnilegur matgæðingur, afar einbeittur og sá eini sem mætti með eigin kokkahníf ásamt því að hafa Guðlaug Kristmundsson pabba sinn með sér til aðstoðar.

Elsti keppandinn Gísli Einarsson er á 58. aldursári og hann hafði Rúnar son sinn með sér til aðstoðar.“

Sagði Hafliði Halldórsson, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Íslenskt lambakjöt.

Uppskrift – Lambasnitsel með lúxusívafi

500 gr lambamínútusteik (sneiðar úr innanlærisvöðva eða álíka)

2 stk. Egg

100 ml. Mjólk

100 gr. hveiti

Olía til steikingar

50 gr. Smjör

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Leggðu lambamínútusteikurnar á skurðarbretti og skerðu í sneiðina en ekki alla leið og flettu þeim eins og bók svo þær verði þynnri, eða notaðu kjöthamar til að fletja sneiðarnar svo þær verði uþb. 1.5 cm. Þykkar.

2. Settu egg og mjólk í fat og kryddaðu með salt og pipar, þeyttu með gaffli svo eggin samlagist vel mjólkinni.

3. Settu hveiti og rasp í sitthvort fatið og leggðu fötin í röð þar sem hveiti er fyrst og enda á raspinum.

4. Leggðu lambakjötið í hveitið og svo í eggin og síðast í raspinn, endurtaktu þetta þar til allar sneiðarnar eru hjúpaðar.

5. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu olíu á pönnuna og leggðu síðan sneiðarnar á pönnuna og steiktu þær þar til fallega brúnar.

6. Settu smá smjör á pönnuna í lokin og láttu það freyða aðeins.

7. Þerraðu sneiðarnar og geymdu þær á heitum stað þar til borðið fram.

Kremað toppkál

Innihald:

300 gr. toppkál

2 rif hvítlaukur

2 greinar timian

100 ml. Rjómi

30 gr. Smjör

Salt og pipar

Aðferð:

1. Saxaðu hvítlauk og timian og hitaðu smá smjör í potti og steiktu aðeins en gættu að brúna ekki laukinn um of.

2. Skerðu hvítkálið í strimla og settu bættu í pottinn og eldaðu aðeins, bættu rjóma og hækkaðu hitann að suðu og haltu suðunni þar til rjóminn þykknar, settu lok á pottinn og lækkaðu hitann og láttu krauma í 10 mínútur.

Brúnað smjör með rabbarbarasultu

100 gr. Smjör

2 greinar rósmarín

100 gr. Rabbarbara sulta

10 gr. Balsamik edik

Aðferð:

1. Hitaðu pott og bræddu smjörið við vægan hita og láttu það krauma þar til að fer að freyða.

2. Pillaðu laufin af rósmarín greinunum og settu það saman við smjörið og leyfðu það steikjast þar til laufin verða stökk.

3. Bættu balsamik edikinu í pottinn ásamt sultunni.

Berðu réttin fram með grænu salati eða sprettum.

Myndir: aðsendar / Icelandic lamb

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið