Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Flott námstefna um vörur sem að mörgu leyti hafa valdið byltingu í matreiðsluiðnaðinum

Birting:

þann


Yfir 120 matreiðslumenn og nemar mættu á námsstefnuna

Nú í vikunni var haldin námsstefna um vörur Sole Graells sem bera nöfnin Mugaritz og Texturas en þær eiga uppruna sinn frá Spáni.  Það er heildsölufyrirtækið Eggert Kristjánsson hf. sem flytur inn vörurnar. Texturas vörurnar ættu að vera einhverjum kunnar, en þær eru þróaðar af eiganda og yfirmatreiðslumanni ElBulli Ferran Adriá og bróður hans Albert.

Meðal þekktra tegunda eru Xhantana, Agar agar, Lecite og Algin. Vörulínan er afrakstur mikillar og nákvæmrar rannsókna á hinum ýmsum efnum í náttúrunni. Og hafa vörurnar að mörgu leyti verið bylting í matreiðsluiðnaðinum.

Ana Carolina Alvarado

Kennarinn og fyrirlesarinn var ung stúlka að nafni Ana Carolina Alvarado en hún leiddi hópinn í gegnum vörurnar og var með veglega sýnikennslu um nær öll efnin.  Fyrri hluta fyrirlestursins var fjallað um Mugaritz vörurnar, þar fengu menn að sjá m.a. kartöflusteina. Í seinni hlutanum voru svo Texturas vörurnar kynntar.

Fengu áhorfendur bæði að smakka og finna áferð hinna ýmsu efna og voru leystir út með skemmtilegum bæklingum og DVD disk með uppskriftum.
Myndir hér að neðan voru teknar í kaffihléi:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið