Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
78 ný herbergi hjá Hótel Örk – Veitingastaðurinn HVER og ráðstefnusalurinn með nýtt útlit
Ný álma hefur verið opnuð á Hótel Örk í Hveragerði. Með henni bætast 78 herbergi við hótelið og hafa 50 verið tekin í notkun. Stefnt er að því að nýja álman verði komin í fulla notkun um næstu mánaðamót.
Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk, segir að eftir stækkunina séu alls 157 herbergi á hótelinu. Það stækki um 3.200 fermetra og verði alls 8.700 fermetrar, að því er fram kemur í umfjöllun um stækkun Arkar í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

Hægeldað lamb, kartöfluterrine, rótargrænmeti og lambasoðsósa er á meðal rétta á veitingastaðnum HVER
Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá T.ark arkitektum, teiknaði viðbygginguna. Hann hefur jafnframt teiknað nýtt útlit á veitingastað og ráðstefnusal í gömlu byggingunni.
Breytingarnar er hægt að sjá í meðfylgjandi myndbandi:
Myndir: HotelOrk.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu






