Vertu memm

Freisting

400 fá matareitrun á Michelin-stað

Birting:

þann

Heston Blumenthal

Að minnsta kosti 400 manns hafa veikst eftir að snæða á frægum, enskum veitingastað sem fengið hefur Michelin-stjörnu. Heilbrigðisteftirlitið í Bretlandi rannsakar nú hvers vegna bráðaniðurgangur og uppköst hafi plagað gesti veitingahússins í Berkshire. 

Yfirkokkur veitingahússins, sem ber heitið The Fat Duck, Feita Öndin, er verðlaunakokkurinn Heston Blumenthal sem stjórnað hefur mörgum matreiðsluþáttum í bresku sjónvarpi.  Stjörnukokkurinn  neyddist til að loka veitingastaðnum vegna faraldursins. Á Feitu Öndinni eru framreiddir fágaðir réttir byggðir á franskri matargerðalist, eins og sniglagrautur, gufusoðinn silungur í lakkrísgeli og ís með beikon og eggjabragði. Til að fá borð þarf að bóka

Rannsakendur vita enn ekki af hverju veikindin stafa, en þeir rannsaka nú vandlega matargeymslurnar auk matreiðsluvenja starfsfólksins auk þess að taka prufur frá veikum.

Af vef Mbl.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið