Freisting
400 fá matareitrun á Michelin-stað

Að minnsta kosti 400 manns hafa veikst eftir að snæða á frægum, enskum veitingastað sem fengið hefur Michelin-stjörnu. Heilbrigðisteftirlitið í Bretlandi rannsakar nú hvers vegna bráðaniðurgangur og uppköst hafi plagað gesti veitingahússins í Berkshire.
Yfirkokkur veitingahússins, sem ber heitið The Fat Duck, Feita Öndin, er verðlaunakokkurinn Heston Blumenthal sem stjórnað hefur mörgum matreiðsluþáttum í bresku sjónvarpi. Stjörnukokkurinn neyddist til að loka veitingastaðnum vegna faraldursins. Á Feitu Öndinni eru framreiddir fágaðir réttir byggðir á franskri matargerðalist, eins og sniglagrautur, gufusoðinn silungur í lakkrísgeli og ís með beikon og eggjabragði. Til að fá borð þarf að bóka
Rannsakendur vita enn ekki af hverju veikindin stafa, en þeir rannsaka nú vandlega matargeymslurnar auk matreiðsluvenja starfsfólksins auk þess að taka prufur frá veikum.
Af vef Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





