Freisting
36 tímar í Reykjavík Ísland
Hann byrjar grein sína staðsettur á bar í miðbænum og upplifir íslenskt djamm í allri sinni dýrð og þó svo að landið hafi farið á hliðina fjárhagslega virðast allir sælir og glaðir og barstúlka staðarins sem heyrir hann muldra þetta fyrir munn sér segir að landinn drekki til að gleyma raunveruleikanum, svo mörg voru þau orð.
Þau höfðu pantað borð á Fiskmarkaðinum ( www.fishmarket.is ) og stuttu eftir að þau hafa komið sér fyrir, verður staðurinn þéttsetinn og meira að segja í þessu árferði, sem landið er að upplifa, staðurinn er á 2 hæðum og með matseðil sem gefur sterklega til kynna að þú sért á Íslandi.
Í forrétt völdu þau sér reyktan lunda annarsvegar og hinsvegar hvalkjöt og féll það í góðan jarðveg hjá þeim, í aðalrétt var hreindýr, gæs og bleikja og lifðu þessir réttir alveg upp til væntinga þeirra og hafi reikningurinn með matnum og drykkjum og þjórféi verið 100 US dollarar á mann, ekki dýrt í dollurum.
Daginn eftir er haldið á Suðurlandið farið í hestaferð og í hádeginu verður Fjöruborðið ( www.fjorubordid.is ) fyrir valinu og fengu þau sér humarsúpu og humar að hætti Fjöruborðsmanna og held ég að það fari varla persóna út þar óánægð nema ef vera skyldi einhver sem hefur óbeit á skelfiski, en aftur að þeim þá voru þau mjög ánægð með viðurgjörninginn og staðurinn óx í virðingarstiganum þegar þau sáu myndir upp á vegg staðarins annars vegar Martha Stewart og hins vegar Bette Midler.
Staðir sem hann mælir með í gistingu eru:
Hótel Borg $$$$ valið af N.Y.T
Hilton Nordica $$$$
Hótel Óðinsvé $$$$
Icelandica $$$
RadissonSAS 1919 $$$$
Veitingastaðir sem hann mælir með:
Fiskmarkaðurinn $$$ valið af N.Y.T
Fjöruborðið $$ valið ag N.Y.T
Austur Indiafélagið $$$
Salt $$$
Fjalakötturinn $$$
Þannig að Ísland virðist vera orðin hot spot fyrir ferðamenn og flott að gera þessum blaðamönnum til hæfis, ég segi bara frábært verk og haldið ótrauð áfram.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan