Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
27 mathús & bar er nýr veitingastaður í Kópavogi
Veitingastaðurinn 27 mathús & bar (20&SJÖ) sem opnaði í mars s.l. hefur fengið góðar viðtökur, en hann er staðsettur við Víkurhvarf 1 í Kópavogi með útsýni yfir Elliðavatn.
Fjölbreyttur matseðill er í boði, þar sem boðið er upp á aðalrétti, smárétti, eftirrétti, grænmetis-, og veganrétti, barnamatseðil og einnig rétti til að taka með (take away). Sjá matseðil
hér og grænmetis-, og vegan matseðilinn
hér.
Amerísk áhrif er ríkjandi á matseðlinum, þó einnig má sjá rétti með miðjarðarhafsstíl. Eigendur eru veitingahjónin Arndís Þorgeirsdóttir og Helgi Sverrisson. Helgi er yfirkokkur staðarins.
Á 20&SJÖ er allt kjöt reykt á staðnum í reykofni sem ættaður er frá Tennessee í Bandaríkjunum, pulled pork, rif, pastrami, brisket, lambakjöt svo fátt eitt sé nefnt.
20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf 1 í Kópavogi
Opnunartími er frá klukkan 16:00 og fram eftir kvöldi, en lokað er á mánudögum og þriðjudögum.
Boðið er upp á bröns á laugardögum frá 11:00 til 14:00.
Myndir: facebook / 27 mathús & bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður













