Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
27 mathús & bar er nýr veitingastaður í Kópavogi
Veitingastaðurinn 27 mathús & bar (20&SJÖ) sem opnaði í mars s.l. hefur fengið góðar viðtökur, en hann er staðsettur við Víkurhvarf 1 í Kópavogi með útsýni yfir Elliðavatn.
Fjölbreyttur matseðill er í boði, þar sem boðið er upp á aðalrétti, smárétti, eftirrétti, grænmetis-, og veganrétti, barnamatseðil og einnig rétti til að taka með (take away). Sjá matseðil hér og grænmetis-, og vegan matseðilinn
hér.
Amerísk áhrif er ríkjandi á matseðlinum, þó einnig má sjá rétti með miðjarðarhafsstíl. Eigendur eru veitingahjónin Arndís Þorgeirsdóttir og Helgi Sverrisson. Helgi er yfirkokkur staðarins.
Á 20&SJÖ er allt kjöt reykt á staðnum í reykofni sem ættaður er frá Tennessee í Bandaríkjunum, pulled pork, rif, pastrami, brisket, lambakjöt svo fátt eitt sé nefnt.
20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf 1 í Kópavogi
Opnunartími er frá klukkan 16:00 og fram eftir kvöldi, en lokað er á mánudögum og þriðjudögum.
Boðið er upp á bröns á laugardögum frá 11:00 til 14:00.
Myndir: facebook / 27 mathús & bar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun