Frétt
263 umsóknir í Matvælasjóð
Alls bárust 263 umsóknir um styrki úr nýstofnuðum Matvælasjóði, en umsóknarfrestur var til mánudagsins 21. september 2020. Sjóðurinn hefur 500 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.
Sjá einnig:
Kristján Þór opnar fyrir umsóknir í Matvælasjóð – Frábært tækifæri fyrir þá sem luma á góðri hugmynd
Úthlutað er úr fjórum styrktarflokkum, Báru, Afurð, Fjársjóð og Keldu.
Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og er styrknum ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni. Alls bárust 126 umsóknir í Báru.
Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og miða að því móta og þróa afurð og gera hana verðmætari. Alls bárust 50 umsóknir í Afurð.
Kelda styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Alls bárust 48 umsóknir í Keldu.
Fjársjóður styrkir sókn á markaði. Alls bárust 37 umsóknir í Fjársjóð.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
„Það er frábært að sjá hversu mikill áhugi er á Matvælasjóði og staðfesting á þeirri sókn sem fram undan er í íslenskri matvælaframleiðslu. Með sjóðnum rennum við frekari stoðum undir íslenska matvælaframleiðslu og hvetjum til aukinnar verðmætasköpunar og nýsköpunar.“
Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Áætlað er að úthlutun fari fram í lok október eða byrjun nóvember.
Nánar um sjóðinn á www.matvælasjóður.is
Mynd: stjornarradid.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri