Freisting
240 kg lúða veiddist við Noreg
Risavaxin lúða kom í net sjómannsins Leif Gunnar Bjarke í vikunni sem leið en hún vóg 240 kg, að því er segir í frétt á vef norska tímaritsins Fiskeribladet í dag. Íslendingar eiga þó enn heimsmetið en stærsta lúða sem vitað er af veiddist við strendur Íslands.
Að sögn sjávarlíffræðings við háskólann í Bodo, Men Stig Skreslett, vóg íslenska lúðan 266 kg. Telur hann að lúðan sem Bjarke veiddi sé í það minnsta fimmtíu ára gömul. Sjómaðurinn segist ekki vita hversu mikið hann fái greitt fyrir lúðuna og að líklega hefði það borgað sig betur að veiða 240 kg af smærri lúðu.
Myndin er ekki skyld fréttinni, en engu að síður er hægt að gera viðmiðun við 240 kg lúðu Leifs Gunnars, því að stærri lúðan á myndinni er 200 kg.
Greint frá á mbl.is
smar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi