KM
23. Galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara
Jæja kæru félagar, þá er enn einn galadinnerinn að baki, en hann var haldinn í Turninum, laugardagskvöldið 9. janúar 2010. Á þessu kvöldi leiða saman hesta sína færustu og metnaðarfyllstu matreiðslumenn landsins og er útkoman undantekningarlítið faggreininni til mikils sóma og svo var í ár.
Galanefndin undir dyggri stjórnun Steins Óskars lyfti þessu kvöldi upp um eina hæð eða svo, maður heyrir ekkert nema ánægju með kvöldið og ef hægt er að toppa dinnerinn frá árinu áður. þá erum við á réttri leið.
Freisting.is mun á næstunni gera kvöldinu skil í mál og myndum og nú í fyrsta pistlinum tökum við fyrir mat og vínseðil veislunnar en þema kvöldsins var Flóra Íslands.
Með fylgja myndir teknar af Hofljósmyndara KM Guðjóni Steinssyni.
Smáréttir úr flóru Íslands
Vín: Bollinger Special Cuvée Champagne Vífilfell
Ábyrgðarmaður
Stefán Viðarsson Hilton Nordica
Stefán er yfirmatreiðslumeistari Hilton Nordica hótelsins þar sem hann stýrir eldúsum í viðamiklum og fjölbreyttum veitingadeildum í einu glæsilegasta hóteli landsins þar sem VOX veitingastaðurinn vinsæli er til húsa.
Stefán hefur starfað við fagið til fjölda ára og hefur reynsla hans og þekking
Nýst við ráðgjafastarf hjá Icelandair við Saga Class málsverði síðari ár.
Stefán situr í stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Lystauki
Tómat Gazpaco
Ábyrgðarmaður
Ungliðar Klúbbs Matreiðslumeistara
Ungliðar Klúbbs Matreiðslumeistara er hópur matreiðslunema og ungra matreiðslumanna sem koma frá fjölmörgum veitingahúsum á Íslandi. Þeir vinna metnaðarfullt starf við fag sitt innan klúbbsins af miklum áhuga.
Verkefnin eru af ýmsum toga sem gefur ungliðunum færi á að vaxa og dafna í faginu ennfrekar og stíga skref inn í framtíðina með Klúbbi Matreiðslumeistara.
Lúða undir fölsku hreistri
Vín: Delicato Viognier / Chardonnay frá USA. Vífilfell
Ábyrgðarmaður
Friðgeir Ingi Eiríksson Hótel Holt
Friðgeir er yfirmatreiðslumeistari og rekstraraðili Hótel Holts ásamt föður sínum.
Friðgeir á að baki glæsilegan feril við fagið ungur að árum.
Hann starfaði í Michelin stjörnu eldhúsi staðsett rétt við Lyon í Frakklandi. Þar var hann í ein 5 ár, frá 2002-2007 og 2 þeirra ára sem yfirkokkur.
Friðgeir tók þátt fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or keppninni 2007 og náði 8 sæti.
Hann er núna komin aftur á Holtið og heldur skrautfjöðrum þessa sögufræga hótels hátt á lofti.
Villigæs, brenndir jarðskokkar og hrútaber
Vín: Glen Carlou Tortoise Hill frá Suður Afríku. Vífilfell
Ábyrgðarmaður
Jóhannes Steinn Jóhannesson VOX
Jóhannes er yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins VOX á Hilton Nordica hótelinu. Hann er meðlimur í Íslenska kokkalandsliðinu sem hafa þegar hafið undirbúning fyrir Heimsmeistara keppni meitreiðslumeistara í Luxembourg næsta haust.
Hann hefur náð þeim glæsilega árangri að vinna titilinn Matreiðslumaður ársins síðastliðin tvö ár. 2008 og 2009
Jóhannes er líka fulltrúi Íslands í keppni um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda sem fer fram í Herning Danmörku síðar í þessum mánuði. Áfram Ísland.
Bleikja, kræklingur og stökk söl
Vín: Peter Lehmann Barossa Riesling frá Ástralíu. Globus
Ábyrgðarmaður
Gunnar Karl Gíslason Dill
Gunnar Karl er Yfirmatreiðslumeistari og annar eiganda að nýlega opnuðum veitingastað sínum DILL staðsettum í Norræna húsinu – sem hefur hlotið markverða athygli hér heima sem erlendis.
Gunnar eldar í takt við Ný-norræna eldhúsið af mikilli ástríðu og hefur Dill verið valið fulltrúi Íslenskra Veitingahúsa í keppninni Nordic Prize um besta veitingastað Norðurlanda úr dómnefnd matreiðslumeistara og Fagtímarita á Norðurlöndunum. Það kemur svo í ljós síðar í þessum mánuði hver hlýtur þessa merku nafnbót.
Og svo er Gunnar einnig Liðstjóri Íslenska Kokkalandsliðsins.
Vetrargrænmeti … mold, hnetur og hundasúra
Vín: Peter Lehmann Barossa Riesling frá Ástralíu. Globus
Ábyrgðarmaður
Agnar Sverrisson Texture London
Agnar er Yfirmatreiðslumeistari og einn eiganda veitingastaðarins Texture í London.
Við erum afar stolt af Agga sem fulltrúi Íslenskra kokka á erlendri grundu og hefur hann á skömmum tíma og á glæsilegan hátt unnið Texture upp í að vera eitt af betri veitingahúsum Lundúnaborgar með viðeigandi hrósum og viðurkenningum.
Agnar á að baki glæsilegan ferill í London og Oxford hin síðari ár sem m.a. yfirkokkur um nokurra ára skeið á 2stjörnu Michelin Veitingastað.
Agnar er komin til Landsins gagngert til að elda hér kvöld.
Hreindýrapressa, bláber og blóðberg
Vín: Dievole Plenum Quartus frá Ítalíu. Haugen.
Ábyrgðarmenn
Hákon Már Örvarsson f.h. Bocuse d´Or Akademían
Bocuse d´Or Akademían á Íslandi er sjálfstætt starfandi félag, aðila úr Klúbbi Matreiðslumeistara. Hún hefur það hlutverk að veita alhliða stuðning við þá Matreiðslumeistara sem vinna til þáttöku fyrir Íslands hönd í virtustu alþjóðlegu einstaklings matreiðslukeppni í heiminum.
Íslenskir Matreiðslumeistarar hafa með eftirtektaverðum hætti náð glæsilegum árangri í þessari keppni gegnum árin og einn þeirra komist alla leið á verðlaunapall og
Unnið til Bronsverðlauna í Lyon Frakklandi árið 2001. Það er Hákon Már Örvarsson og hefur hann haft umsjón með framlagi Bocuse d´Or Akademíunnar til þessa hátíðarkvöldverðar.
Leturhumar og sterkkryddað humarseyði
Vín: Fleur de Cap Chardonnay frá Suður Afríku. Globus
Ábyrgðarmaður
Hrefna Rós Sætran Fiskimarkaðurinn
Hrefna er að góðu kunn sem Sjónvarpskokkur í Matarklúbbnum, Yfirmatreiðslumeistari og eigandi eins vinsælasta veitingastaðar borgarinnar Fiskimarkaðurinn, sem hefur m.a. komist á virta lista erlendra fagtímarita. Eins og Food and Wine og Condé Nast
Hún er meðlimur í margverðlaunuðu kokkalandsliði Íslands, Hún heldur utan um ungliðastarf Klúbbs Matreiðslumeistara með miklum glæsibrag og þar er hún líka þjálfari ungliða kokkalandsliðsins.
Kolagrilluð nautalund, nautasíða og hvannarsoðsósa
Vín: Las Moras Black Label Malbec frá Argentínu Vifilfell
Ábyrgðarmenn
Stefán Ingi Svansson og Sigurður F. Gíslason Veisluturninn
Stefán Ingi Svansson er Yfirmatreiðslumeistari Veisluturnsins og jafnframt einnig þessa hátíðarkvöldverðar nú í kvöld . Stefán leiðir saman af miklum myndarskap hóp Matreiðslumeistara Klúbbsins hér baksviðs við gerð þessa kvöldverðar.
Sigurður Gíslason er Framkvæmdastjóri Veisluturnsins,,, og alltaf með annan fótinn í eldhúsinu. Siggi er fyrrum meðlimur í margverðlaunuða íslenska kokkalandsliðsins, hann hefur getið sér afar gott orðspor í gegnum árin og starfað á nokkrum betri veitingahúsum borgarinnar, jafnframt búsetu erlendis við störf í eldhúsum þekktra veitingahúsa.
Stefán og Sigurður Meistararnir í Turninum bjóða ykkur Aðalrétt kvöldsins.
Stökkur Dímon, freyddur gráðostur og Dala-brie
Vín: Morandé Late Harvest frá Chile. Vífilfell.
Ábyrgðarmenn
Þráinn Freyr Vigfússon og Bjarni Gunnar Kristinsson Grillið
Bjarni eru Yfirmatreiðslumeistarar Grillsins á Hótel Sögu Radisson
og Þráinn starfra við hlið hans sem aðstoðar yfirmatreiðslumaður
Þráinn er meðlimur í kokkalandsliðinu, hann vann titilinn Matreiðslumeistari ársins 2007, og svo vann hann keppnina One World árið 2008 sem er alþjóðleg keppni á vegum alheimssamtaka matreiðslumeistara. Hann hafnaði í 2 sæti fyrr á árinu í keppni um besta Matreiðslumann Norðurlanda. Núna hefur Þráinn hafið undirbúning að sinni stærstu áskorun. Hann er næsti keppandi Íslendinga í Bocuse d´Or. Þar sem leiðin liggur til Swiss næsta sumar í Evrópu Forval og svo þar næst til Lyon Frakklandi í janúar 2011
Bjarni Gunnar er Liðsstjóri Kokkalandsliðsins og hefur verið með liðinu í mörg ár.
Hann hefur látið mikið að sér kveða bæði í keppnum og félagsstarfi Klúbssins, og á mikið hrós skilið. Það er borið mikið traust til Bjarna og skemmtilegt að minnast á að alla hans kokkatíð þá hefur hann starfað á Grillinu. það var Bjarni sem nú síðasta sumar hafði veg og vanda með gerð matreiðsluþáttanna Eldum íslenskt sem vöktu verðskuldaða athygli.
Hekla … heit og köld
Vín: Morandé Late Harvest frá Chile. Vífilfell.
Ábyrgðarmenn
Hafliði Ragnarsson Mosfellsbakarí
Karl Viggó Vigfúson
Hafliði Chocolatier er margverðlaunaður fyrir hæfni sína við konfekt, eftirrétta og köku gerð hér heima sem erlendis. m.a. hefur hann 3 sinnum unnið íslandsmeistaratitil í kökuskreytingum, ásamt því að hafa hlotið fjölda verðlauna með kokkalandsliðinu og svo ber hann titilinn Ambassador of Belgian Chocolate eftir alþjóðlega keppni í belgíu árið 2003.
Hafliði framleiðir sína eigin línu af konfekti sem hlotið hefur afburða lof allra súkkulaðiunnenda. en hér er hann með eftirrétt kvöldsins
Karl Viggó Vigfússon
Hann hefur verið meðlimur í kokkalandsliðinu allt frá árinu 1999 og er ennþá í liðinu sem Team manager.
Viggó eins og hann er oftst kallaður hefur unnið í danmörku á nokkrum af betri veitingarstöðunum í Köben og tekið þátt fjölda keppna, farið í súkkulaði skóla í belgíu og frakklandi og starfar núna í Bakó Ísberg við sölu og ráðgjöf.
Konfekt
Ábyrgðarmenn
Stefán Sigfússon og Elisa Gelfert
Stefán Hrafn og er starfsmaður hjá Mosfellsbakaríi,
Stefán er nýliði í Íslenska kokkalandsliðinu.
Elísa Kathrín Gelfert og er frá þýskalandi en kom til íslands árið 2004 for svo í nám sem konditor hjá Ásgeir Sandholt árið 2005. Skólann stundaði hún í Ringsted, Danmörku og útskrífast þar síðasti febrúar. Er ennþá að vinna í Sandholts bakarí.
Myndir: Guðjón
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu