Freisting
1 milljarður í endurbætur á Hótel Loftleiðum

Reitir fasteignafélag og Icelandair Hotels endurnýjuðu í dag leigusamninga milli félaganna til ársins 2025. Um er að ræða samtals 29.532 fermetra og ná samningarnir til Hótels Loftleiða og Hilton Reykjavík Nordica.
Í fréttatilkynningu segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hótels, að samningarnir milli Reita og Icelandair Hotels fela einnig í sér að ráðist verður í gagngerðar endurbætur á húsnæði Hótels Loftleiða. Kostnaður við endurbæturnar er áætlaður hátt í 1 milljarður króna. Undirbúningur er þegar hafinn en framkvæmdir við Hótel Loftleiði munu hefjast upp úr áramótum og ljúka í byrjun sumars 2011. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni skapa 80 ársverk.
Jafnframt segir í tilkynningunni að: „Við teljum að með samningum höfum við tryggt okkur hagstætt rekstraumhverfi með tilliti til húsnæðis og um leið skapað grundvöll fyrir frekari vöxt. Ferða- og ráðstefnuþjónusta er vaxandi iðngrein hér á landi og Icelandair Hotels er félag sem leikur eitt af lykilhlutverkum í þeim vexti“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





