Vertu memm

Freisting

“Det er Danskt og det er Dejeligt.”

Birting:

þann

 
Eyþór Rúnarsson

Nú hafa þeir Hótel Óðinsvéarmenn opnað veitingastað hótelsins í hádeginu, en þó með þeim formerkjum að það er Brauðbær í hádeginu en Óið á kvöldin.  Það sem flaug í gegnum huga minn þegar ég frétti af þessu var af hverju ekki fyrr, þar sem smurðbrauðstofa Brauðbæjar hefur verið starfrækt í allan tímann í húsinu, en betra er seint en aldrei.

Þetta hlýtur klárlega að hækka þjónustustig hótelsins þar sem í hádegi eru léttir réttir og danskt smurbrauð og svo á kvöldin fær yfirmatreiðslumaður staðarins Eyþór Rúnarsson  útrás í sköpun sinni.

Hér verður fjallað um hádegisverðarstaðinn Brauðbæ en deildarstjóri þar er Oddrún Sverrisdóttir en hún nam sín fræði hjá Davidsen fjöldskyldunni þegar þau ráku Söpavillion í Kaupmannahöfn við vötnin, með henni vinnur Katrín Hamilton.


Gulrótarmauksúpan

Byrjað var á Gulrótarmauksúpu með brauðteningum, gulrótum og sýrðum rjóma, var hún silkimjúk með góðu bragði og lofaði góðu um framhaldið, því næst kom úrval af smurðu brauði á danska vísu, og hefur það verið í gegnum tíðina hjá mér að ef minnst er á pylsur dettur manni fyrst í hug Bæjarins bestu, í smurbrauði er það Brauðbær sem hlýtur hnossið.

Sneiðarnar sem við fengum að smakka voru rauspretta með remúlaði, rauðspretta með rækjum, reyktur lax með eggjasalati, hamborgarhryggur með kartöflusalati, rækjur með sítrónu og roast beef með remúlaði.

Allt smakkaðist þetta frábærlega og var ekki laust við að maður færi í danskan fíling og jafnvel byrjaður að tala dönsku og þurfti kallinn meira segja að draga þjóninn hann Ómar að landi í dönskuþýðingu, en hann jafnaði skorið með fantagóðri þjónustu.

Í eftirrétt epla crumble með þeyttum rjóma og fullkomnaði það máltíðina gersamlega.

Er það einlæg von okkar á Freisting.is að þessi breyting reynist gjöful fyrir þá í því öldurróti sem veitingastaðir glíma við um þessar mundir.

Myndir: Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið