Vertu memm

Freisting

„Höldum gleði hátt á loft“

Birting:

þann


Fiskidagurinn mikli 2009, fjölskylduhátíð 5. til 9. ágúst haldin í níunda sinn

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í níunda sinn og hefst hann á morgun 5. til 9. ágúst. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis. Hátíðin er með svipuðu sniði og áður en alltaf er nýjum hugmyndum hrint í framkvæmd.

Miðvikudaginn 5. ágúst kl 14:00 verður Menningarhúsið Berg vígt og eftir það verður vegleg dagskrá þar alla helgina. Hefð er komin á Vináttukeðjuna og hún verður á sínum stað fyrir neðan Dalvíkurkirkju kl. 18:00 föstudaginn 7. ágúst og er dagskráin glæsileg að vanda. Meðal aðila sem fram koma á Vináttukeðjunni eru Óskar Pétursson,


Hilmar Sigurjónsson, matreiðslumaður og eigandi af Nings

Friðrik Ómar Hjörleifsson, Fjölskylda Rúnars Júlíussonar, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn í Dalvíkurbyggð. Vinátturæðuna flytur Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 5.000 friðardúfublöðrum verður sleppt, mikið verður knúsast, knúskortinu dreift og í lokin mynda allir risaknús.
Fiskisúpukvöldið sem svo sannarlega hefur slegið í gegn er 5 ára í ár og samtals hafa um 80.000 gestir ritað nöfn sín í gestabækur á súpukvöldi. Súpukvöldið hefst kl. 20:15 föstudaginn 7. ágúst og þar opna íbúar heimili sín og bjóða gestum og gangandi að smakka fiskisúpu og njóta einlægrar gestrisni

Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 8. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. Matseðillinn er margrétta og meðal nýjunga eru tveir nýjir réttir sem  Grímur kokkur úr Eyjum ætlar að svipta af hulunni en hinn er hugsaður sérstaklega fyrir krakka, nefnilega rækjurisotto frá Friðriki V, þá má nefna austurlenska steinbíts- og rækjusúpu að hætti Bjarna Óskarssonar og Nings.
Í ár munu bræðurnir frá Bakka koma að matseldinni. Fróðlegt verður að sjá hvernig það fer og spurningin er hvort Bakkabræður kunni að elda fisk og hvort einhver hafi áhuga að fá sér fisk ala Bakkabræður?

Skemmtidagskráin er mjög fjölbreytt að vanda. Dagskrá verður á hátíðarsviðinu allan daginn og til viðbótar fjöldi fjölskylduvænna atriða vítt og breitt um hátíðarsvæðið. Ræðumaður Fiskidagsins mikla í ár er Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Fiskasýningin verður sú stærsta frá upphafi og að öllum líkindum sú stærsta í Evrópu með yfir 200 tegundir af ferskum fiski. Fiskidagurinn mikli og 1. bekkingar í grunnskólum landsins hafa átt samvinnu með skemmtileg verkefni yfir veturinn undanfarin ár og að þessu sinni sömdu 1. bekkingar ljóð um fiska sem verða hengd upp á svæðinu, lesin á sviðinu,og munu einnig birtast í blaði dagsins. Nýtt í ár verða fróðleiksspjöld Fiskidagsins mikla með ýmsum fróðleik um fiska og fleira, spjöldin verða hengd uppá ljósastaura á hátíðarsvæðinu og víðs vegar um bæinn.


Sælkerinn Örn Árnason leikari ásamt aðdáendum

Fréttir af öðrum viðburðum í tengslum við Fiskidaginn mikla 2009

Fjölskylduganga fram að Kofa – Dísa í Dalakofanum.
Þriðja árið í röð efnum við til fjölskyldugöngu fram að kofa, Fiskidagsgöngunnar miklu. Fiskidagurinn mikli mun koma upp sérstakri gestabók í kofanum sem stendur í Böggvisstaðadal. Þeir sem skrifa í gestabókina lenda í potti og á aðalsviði Fiskidagsins mikla verða veglegir vinningar dregnir út. Kofinn stendur á tóftarbrotum smalakofa sem þar stóð til skamms tíma. Sagnir herma að þar hafi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi ort kvæðið um Dísu í dalakofanum. Lagt verður upp frá Dalvíkurkirkju kl 19:00 og munu Brynjólfur Sveinsson, Sveinn Brynjólfsson, Þorsteinn Skaftason og Vilhelm Hallgrímsson leiða hópinn. Gangan tekur rúmar þrjár klukkustundir, fram og til baka og er öllum fær.
 
Ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla 2009
Fiskidagurinn mikli, Pedromyndir og Canon standa fyrir skemmtilegri ljósmyndasamkeppni sem allir geta tekið þátt í. Myndefnið verður að tengjast Fiskideginum mikla á einhvern hátt. Til að taka þátt skal velja hnappinn „ljósmyndasamkeppni“ á heimasíðu Fiskidagsins mikla www.fiskisdagur.muna.is og fylgið leiðbeiningunum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Myndum er hægt að skila inn til mánudagsins 17. ágúst.

Dalvíkurbyggð eins og stór listasýning
Allir íbúar í Dalvíkurbyggð fá sendan heim útsagaðan fisk og staur til að festa fiskinn á. Hvert heimili skreytir sinn fisk eftir sínu höfði. Fimmtudaginn fyrir Fiskidaginn mikla er fiskurinn settur út að lóðarmörkum þar sem gestir og gangandi geta séð hann. Í þemavikunni í Dalvíkurskóla í vetur unnu nemendur m.a fiskafána, tréfiska og máluðu fiskaskreytingar á tónlistarskólann. Jón Arnar garðyrkjustjóri ásamt sínu fólku hjá Dalvíkurbyggð og vinnuskólanum skreyta bæinn og innkeyrslur í bæinn listilega vel. Að auki eru íbúarnir í Dalvíkurbyggð listamenn miklir og skreyta hús og garða á skemmtilegan máta. Það má segja að þeir sem að taki sér göngutúr um bæinn séu á stórri og eftirminnilegri listasýningu.

Götunöfnin breytast
Fiskidagsvikuna breytast götunöfnin á Dalvík og er þá fyrri hluta nafnanna er breytt í fiskanafn. Nú hafa fulltrúar gatnanna í bænum dregið sér ný nöfn. Sem dæmi um hvernig nöfnin breytast verður Sunnubraut Steinbítsbraut og Bárugata Grásleppugata.

Sýningar í tengslum við Fiskidaginn mikla

• Ljósmyndasýning Hafsteins Reykjalín í Ráðhúsi Dalvíkur
• Ljósmyndasýning á Ráðhúslóðinni. Gamlar og nýjar myndir.
• Neðansjávarmyndasýning Erlends Guðmundssonar kafara – Hafnarbraut 9
• Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu í kirkjubrekkunni
• Brúðubíllinn með 3 sýningar á Fiskidaginn mikla á hafnarsvæðinu
• Húni II verður til sýnis við hafnargarðinn á Fiskidaginn mikla
• Veiðikajakar til sýnis í fjörunni við smábátabryggjuna
• Viktor nýr hvalaskoðnuarbátur á Dalvík til sýnis við hafnargarðinn
• Stærsta fiskasýningu í Evrópu með yfir 200 tegundur af ferskum fiski
• Risaflugeldasýning á hafnargarðinum að kvöldi Fiskidagsins mikla
• Sýning Björgunarsveitarinnar og Slysavarnardeildar kvenna á munum sveitanna
• Svo má segja að stærsta sýningin sé skrautsýning bæjarbúa á fiskskiltum og fleiru

Tónleikar í tengslum við Fiskidaginn mikla

• Kammerkór Norðurlands í menningarhúsinu Bergi
• Tónlistaratriði við opnun menningarhússins Bergs
• Queen tribute – Magni og félagar í Víkurröst
• Hvanndalsbræður í Víkurröst
• Kórar og listafólk úr byggðarlaginu í menningarhúsinu Bergi
• Eyþór Ingi og hljómsveit í menningarhúsinu Bergi
• Hádegistónleikar Kristjönu og Arnar í menningarhúsinu Bergi
• Ofnæmir á túninu við Pizza Veró
• Tenderfoot í Dalvíkurkirkju
• Á annað hundra tónlistarmenn á aðalsviði Fiskidagsins mikla

Það er von aðstandenda Fiskidagsins mikla að allir skemmti sér vel, njóti matarins og þeirra atriða sem í boði eru. Sérstaklega vonumst við til þess að allir eigi góðar og ljúfar stundir með fjölskyldunni og vinum. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega.

Auglýsingapláss

Fréttatilkynning

Smellið hér (Pdf-skjal) til að skoða matseðil Fiskidagsins mikla 2009

Heimasíða: www.fiskidagur.muna.is

Ljósmyndir tók HSH

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið