Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vínsmakkarinn og Gamla vínhúsið í Reykjavík opna aftur og verða nágrannar
Eins og fram hefur komið þá lokaði Vínsmakkarinn á Laugavegi um páskana s.l., en ástæða lokunarinnar var ekki vegna þess að reksturinn gekk illa heldur vegna utanaðkomandi deilu máls sem var ekki hægt að leysa með góðu.
Veitingastaðurinn Gamla Vínhúsið í Reykjavík við Klapparstíg lokaði nú í október en eigendur höfðu þá ekki getað samið um leigu við nýju eigendur hússins.
Nú er svo komið að því að þessi bæði veitingahús ætla að opna að nýju og það sem meira er að staðirnir verða nágrannar og verða staðsettir við Laugaveg 73, þar sem Vínsmakkarinn og Kjallarinn var áður til húsa.
Stefán Guðjónsson vínþjónn er að vonum ánægður með enduropnun á Vínsmakkaranum.
Það verða ýmsar smá breytingar, reynt verður að hafa ákveðin „Þema“ kvöld, t.a.m. kokteil kvöld á laugardögum, vínkynningar á fimmtudögum, bjórkynningar á föstudögum. Hægt verður að fá létta rétti fram að lokun öll kvöld t.d. ostabakkana okkar frægu, djúpsteiktan camembert ofl. Happy Hour verður alla daga frá 17:00 til 20:00 og auðvitað verður gert eitthvað gott fyrir starfsfólk veitingageirans þegar þau koma í heimsókn eftir erfitt vinnukvöld. Til gamans má geta að ég er einnig búinn að ráða mig sem veitingastjóri á 101 hótel samhliða Vínsmakkaranum.
, sagði Stefán Guðjónsson í samtali við veitingageirinn.is.
Stefnt er á að opna veitingastaðina núna í enda nóvember.
Mynd af Laugaveg 73: skjáskot af google korti
Mynd af Stefáni: af twitter síðu Vínsmakkarans.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?