Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vel heppnaðar breytingar á Miðgarði, Grand Restaurant og kokteilbarnum í Torfastofu
Fjöldi fólks úr ferðaþjónustu og skyldum greinum lagði leið sína í teiti sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni nú á dögunum.
Tilgangurinn var bjóða ljúfra veitinga frá matreiðslumönnum hótelsins og sýna þær vel heppnaðar breytingar á veitingastaðnum Grand Restaurant og anddyri hótelsins, gestamóttöku, Miðgarði og kokteilbarnum Torfastofu.
Boðið var upp á skoðunarferðir um hótelið og vakti uppsett brúðkaupsveisla í Setri, mikla athygli. Þar hafði verið komið fyrir brúðartertu frá bökurum á Grand Restaurant og salurinn var skreyttur líkt og veislan væri að hefjast.
Gestir gátu skoðað svítur og herbergi hótelsins, heilsulindina Reykjavík SPA og tekið út fundar- og ráðstefnuaðstöðu á þessu stærsta funda- og ráðstefnuhóteli landsins. Starfsmenn hótelsins, kokkar, bakarar og framreiðslumenn, báru fram ljúfar veitingar og einnig voru í gangi ýmsar vínkynningar.
Ekki var annað að sjá en að andrúmsloftið á Grand Hótel Reykjavík hafi hitt í mark og gestir skemmtu sér fram eftir kvöldi við lifandi tónlistarflutning. Á Facebook síðu Grand Hótels má sjá fleiri myndir úr veislunni.
Gítarleikarinn Björn Thoroddsen, bassaleikarinn Jón Rafnsson og trommuleikarinn Karl Pétur Smith sáu um tónlistina.
Myndir: af facebook síðu Grand Hótels.
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?













