Sverrir Halldórsson
Veitingastaðir Hrefnu Sætran skila góðum arði
Hagnaður var af rekstri bæði Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins á síðasta ári og er gert ráð fyrir arðgreiðslum vegna rekstursins. Fiskmarkaðurinn skilaði 34,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2012 og Grillmarkaðurinn 32,6 milljóna hagnaði. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna. Hrefna Rósa Sætran á 50% hlut í fyrrnefnda félaginu sem síðan á 50% hlut í því síðarnefnda. Ágúst Reynisson á 50% hlut í Fiskmarkaðnum á móti Hrefnu.
Samkvæmt ársreikningunum er ráðgert að Fiskmarkaðurinn greiði 11 milljónir í arð og Grillmarkaðurinn 8 milljónir vegna reksturs ársins 2012. Fiskmarkaðurinn greiddi 5,4 milljónir í arð á síðasta ári en 23,5 milljónir árið 2011 til hluthafa félagsins, að því er fram kemur á vb.is.
Mynd úr safni: Guðjón Steinsson
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






