Nemendur & nemakeppni
Tvær þjóðir með gull í matreiðslu; Ísland og danmörk
Í dag [laugardaginn 13. apríl 2013] fór fram seinni keppnisdagur í Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Hótel og restaurantskólanum í Kaupmannahöfn og náðu matreiðslunemarnir þeir Knútur Hreiðarson og Stefán Hlynur Karlsson að tryggja sér gullið ásamt danska liðinu en bæði liðin fengu 670 stig. Í framreiðslu náðu þau Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir fjórða sætið.
Keppnisfyrirkomulagið var að matreiðslunemarnir elduðu fjögurra rétta máltíð úr leyndarkörfu og framreiðslunemarnir kepptu í borðlagningu og borðskreytingu fyrir sex gesti, frameiðslu og þjónustu við borð gestanna, eldsteikingu, blöndun áfengra og óáfengra drykkja og val á vínum sem henta matseðli.
Noregur var í þriðja sæti í matreiðslu og í framreiðslu var danmörk í 1. sæti, Noregur í 2. sæti og Svíðþjóð í það þriðja.
Freisting.is óskar íslensku keppendunum til hamingju með árangurinn.
Mynd: Hrafnhildur Steindórsdóttir
/Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?