Axel Þorsteinsson
Súkkulaði strákarnir eru lagðir af stað
Þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og Björn Ágúst Hansson matreiðslunemi eru lagðir af stað til Danmerkur.
Axel kemur til með að keppa á þriðjudaginn 18. mars n.k. á norðurlandamóti þar sem hann setur saman súkkulaði listaverk sem er 1.40 metrar á hæð, en keppnin er haldin á matvælasýningunni Foodexpo í Herning og er það Callebaut sem á veg og vanda að þessari keppni. Hans aðstoðamaður er Hinrik og verður með honum í keppniseldhúsinu og sérlegur aðstoðarmaður þeirra er Björn.
- Krossum fingur að komast í gegnum tollinn
- Björn og Axel að pósa
- Axel að fara yfir stöðuna
- Listaverkið er yfir 1.40 metra á hæð
- Það hafðist, að koma öllu dótinu í gegnum tollinn
- úfff.. loksins komnir um borð
Náðum að tala okkur í gegn með allt of stórum kössum, en með hjálp góðra flugfreyja þá komum við þessu i gegn
, sagði Hinrik í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig hefði gengið að koma öllu dótinu í gegnum tollinn.
Einnig lögðu af stað heil herdeild af matreiðslumönnum í morgun og verður fylgst vel með þeirra ferðalagi hér á veitingageirinn.is, fylgist vel með.
Myndir: Axel, Björn og Hinrik.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park












