Smári Valtýr Sæbjörnsson
Steikhúsið fær viðurkenningu frá tímaritinu Wine Spectator
Tímaritið Wine Spectator veitir á hverju ári viðurkenningar til veitingastaða sem leggja sig fram um að bjóða gott úrval af vínum. Þar er lagt mat á það hversu vel saman settur vínlistinn er og hvernig úrvalið falli að matseðli staðarins. Þessi viðurkenning hefur reyndar hlotið smá gagnrýni undanfarin ár, því veitingarstaðirnir þurfa sjálfir að tilkynna þátttöku, senda inn vín- og matseðla og borga fyrir þátttökuna.
Fyrir nokkrum árum tók blaðamaður nokkur sig til og skráði inn veitingastað sem ekki var til í alvörunni og fékk viðurkenningu fyrir vínlista sem var uppspuni frá rótum, að því er fram kemur á vínsíðu Eiríks Orra.
Fyrir nokkrum árum hlaut Fjalakötturinn viðurkenningu fyrir vínlistann sinn og í ár er annar íslenskur staður á listanum – Steikhúsið við Tryggvagötu. Steikhúsið fær viðurkenninguna Award of Excellence, sem er lægsta þrepið og veitt fyrir vel valinn vínlista sem hæfir matseðli bæði hvað snertir verð og stíl, þetta og meira til er hægt að lesa á vinsidan.com með því að smella hér.
Mynd: Sigurður Einarsson
/Smári
Þið þekkið þetta, merkið Instagram myndirnar með hashtaginu #veitingageirinn og leyfið okkur að fylgjast með.
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis





