Smári Valtýr Sæbjörnsson
Síðasta kaffismökkun ársins

Finnbogi Fannar keppir hér í Íslandmeistaramóti kaffibarþjóna 2012.
Finnbogi keppti með Keníu kaffi og frjálsi drykkurinn hans samanstóð af kaffi, uppáhelltu í gegnum V60 trekt, með espressoskoti út í.
Íslandsmeistari kaffibarþjóna frá árinu 2012, Finnbogi Fannar Kjeld, kemur færandi hendi frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfar hjá kaffifyrirtækinu The Coffee Collective. Í fórum sínum er hann með kaffi þaðan, sem og frá Great Coffee í Árhúsum og Koppi í Helsingborg í Svíþjóð.
Í samstarfi við viðburðanefnd Kaffibarþjónafélagsins verður því blásið til hátíðlega kaffismökkun og er öllum velkomið að koma, áhugafólk sem og fagfólk.
Smökkunin verður á Reykjavík Roasters (hét áður Kaffismiðja Íslands) á Kárastíg 1 og byrjar kl. 13:00 þann 29.desember, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins.
Mynd frá Facebook síðu Kaffibarþjónafélagi Íslands.
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





