Smári Valtýr Sæbjörnsson
Síðasta kaffismökkun ársins

Finnbogi Fannar keppir hér í Íslandmeistaramóti kaffibarþjóna 2012.
Finnbogi keppti með Keníu kaffi og frjálsi drykkurinn hans samanstóð af kaffi, uppáhelltu í gegnum V60 trekt, með espressoskoti út í.
Íslandsmeistari kaffibarþjóna frá árinu 2012, Finnbogi Fannar Kjeld, kemur færandi hendi frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfar hjá kaffifyrirtækinu The Coffee Collective. Í fórum sínum er hann með kaffi þaðan, sem og frá Great Coffee í Árhúsum og Koppi í Helsingborg í Svíþjóð.
Í samstarfi við viðburðanefnd Kaffibarþjónafélagsins verður því blásið til hátíðlega kaffismökkun og er öllum velkomið að koma, áhugafólk sem og fagfólk.
Smökkunin verður á Reykjavík Roasters (hét áður Kaffismiðja Íslands) á Kárastíg 1 og byrjar kl. 13:00 þann 29.desember, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins.
Mynd frá Facebook síðu Kaffibarþjónafélagi Íslands.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





