Smári Valtýr Sæbjörnsson
Síðasta kaffismökkun ársins

Finnbogi Fannar keppir hér í Íslandmeistaramóti kaffibarþjóna 2012.
Finnbogi keppti með Keníu kaffi og frjálsi drykkurinn hans samanstóð af kaffi, uppáhelltu í gegnum V60 trekt, með espressoskoti út í.
Íslandsmeistari kaffibarþjóna frá árinu 2012, Finnbogi Fannar Kjeld, kemur færandi hendi frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfar hjá kaffifyrirtækinu The Coffee Collective. Í fórum sínum er hann með kaffi þaðan, sem og frá Great Coffee í Árhúsum og Koppi í Helsingborg í Svíþjóð.
Í samstarfi við viðburðanefnd Kaffibarþjónafélagsins verður því blásið til hátíðlega kaffismökkun og er öllum velkomið að koma, áhugafólk sem og fagfólk.
Smökkunin verður á Reykjavík Roasters (hét áður Kaffismiðja Íslands) á Kárastíg 1 og byrjar kl. 13:00 þann 29.desember, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins.
Mynd frá Facebook síðu Kaffibarþjónafélagi Íslands.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





