Smári Valtýr Sæbjörnsson
Óverðmerktar vörur í bakaríum
Neytendastofa gerði könnun dagana 18. – 23. september sl. á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum. Hjá 16 bakaríum (32%) var verðmerkingum ábótavant og voru kælar sérstaklega illa verðmerktir, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.
Stofnunin gerði athugasemdir við:
- Bakarameistarann Austurveri, Smáratorgi, Suðurveri, Glæsibæ og Húsgagnahöllinni
- Okkar bakarí Iðnbúð
- Fjarðarbakarí Búðakór og Borgarholtsbraut
- Kornið Langarima, Lækjargötu og Hjallabrekku
- Hús Bakarans Drafnarfelli
- Bæjarbakarí Bæjarhrauni
- Kökuhornið Bæjarlind
- Björnsbakarí Austurströnd
- Hverafold bakarí
Augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi og þurfa fyrirtækin að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir.
Neytendastofa hvetur neytendur til að halda áfram að senda inn ábendingar í gegnum heimasíðu Neytendastofu.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?