Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús og Bistro opnar á morgun á Dalvík
Á morgun laugardaginn 26. október fyrsta dag vetrar opna hjónin Júlíus Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir nýtt kaffihús og Bistro í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Á opnunardaginn verður opið frá klukkan 11 og fram á kvöld. Kaffi, kökur, smáréttir, fræðslufyrirlestur, tónlist og tilboð. Fastur opnunartími er þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11 til 18, laugardaga 11 til 17, sunnudaga 12 til 17 og á mánudögum er lokað.
Við verðum með mat í hádeginu virka daga og einnig með ýmis sérkvöld í mat og viðburðum sem verða auglýstir nánar í hvert skipti. Það er mikið af viðburðum í menningarhúsinu og Þula er alltaf opin á þeim tíma, en Þula er bókasafnið í húsinu og flottur fjölmenningarsalur. Upplagt að grípa bók og setjast niður á Þulu. Þar er einnig að finna flest tímarit, dagblöð dagsins og frítt netsamband. Tökum við smáum sem stórum hópum í mat, kaffi eða óvissuferðapakka. Fyrirspurnir og pantanir í síma 8979748 og [email protected]
, sagði Júlíus hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um opnunartíma og hvað verði á boðstólnum.
Þula og Menningarhúsið Berg eru með sameiginlega síðu á facebook, gerist vinir og fylgist með uppákomum, tilboðum og öllu því áhugaverða sem í boði verður. Sælkeravörur Áhugamannsins verða til sölu í Þulu, sælkerakrukkur og gjafapakkningar ofl.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






