Starfsmannavelta
Nýr yfirkokkur á veitingastaðnum Aurora á Akureyri
Nýr yfirkokkur hefur verið ráðinn á veitingastaðinn Aurora á Icelandair Hótel Akureyri. Það mun vera hann Ómar Stefánsson sem lærði fræðin sín í Danmörku á veitingastaðnum Saison í Hellerup á árunum 2003 til 2007. Hann er 33 ára gamall og hefur unnið á Vox, Dill, Snaps og nú síðast á Slippbarnum á Marina Hótel.
Freisting.is heyrði í honum og forvitnaðist um nýjan matseðil sem fer í gang á næstu dögum.
„Við munum stíla inn á að nota sem mest hráefni úr fallegu sveitinni hér fyrir norðan og allt sem ferskast. Matseðillinn stendur saman af 4 forréttum, 4 aðalréttum og 3 eftirréttum, og verður breytilegur eftir árstíð. Bara gaman“ segir Ómar hress.
Hér má sjá nokkra rétti sem verða á nýja matseðlinum:
Veisla úr Eyjafirðinum
Kræklingur gufusoðin í kalda bjór, franskar, estragon og hvítlauks aioli
Rauðspetta og hörpuskel
Steikt rauðspetta og hörpuskel, heimalagað remúlaði, grænkál, brúnað smjör og söl
Nautasteikin
Grilluð ribeye steik, jarðskokkar, blaðlaukur, bakaðar kartöflur og ferskt salat
Hvítt súkkulaði og jarðaber
Hvítsúkkulaðimús, jarðaber frá Eiríki á Silfurtúni, estragon og stökkt haframjöl
Ómar tekur við starfinu af Hallgrími Jónassyni sem er fluttur til Noregs að vinna á Nordfjord Hotellí Nordfjordeid.
Freisting.is óskar þeim báðum góðs gengis á nýjum stöðum.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






