Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í miðbænum
Nora Magasin (áður Íslenski barinn við Austurvöll) er nýr veitingastaður við Pósthússtræti 9, Reykjavík, en á morgun verður „soft“ opnun klukkan 19:00. Nánari umfjöllun um Nora Magasin, mat-, og vínseðilinn ofl. verður birt í næstu viku hér á freisting.is.
Nafnið Nora Magasin
Um miðja 19. öldina voru lóðirnar Pósthússtræti 9 og 11 ein og sama lóðin. Fyrsta hús á lóðinni var reist árið 1847 af Hallgrími Scheving yfirkennara við Latínuskólann. Óli P. Finsen hafði póstafgreiðslu í húsinu frá 1872 og dregur gatan nafn sitt af því. Húsið var flutt í Skerjafjörð árið 1928 og síðan þaðan að Brúnavegi 8.Þegar Hótel Borg var byggt 1928 var lóðinni skipt upp og nyrsti hluti hennar varð sérstök lóð, Pósthússstræti 9. Þá stóð þar einlyft hús með flötu þaki. Þar var verslunin Nora Magasin í mörg ár.
Heimild: Minjasafn Reykjavíkur
Myndir af facebook síðu Nora Magasin.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









