Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr réttur á Roadhouse
Einn af réttunum sem að veitingastaðurinn Roadhouse er frægt fyrir eru heimagerðu frönsku kartöflurnar og getur fréttamaður staðfest það að þær eru algjört sælgæti, þó mættu skammtarnir vera aðeins stærri, en það er kannski vegna þess að þær eru svo góðar.
Roadhouse hefur að undanfarnar vikur þróað aðra tegund af heimagerðum frönskum sem heita „CRISPY CRUNCHY TASTY FRIE“.
- Baldur fyrir miðju
- Crispy crunchy tasty frie með chili
- Crispy crunchy tasty frie
En fyrst forvitnaðist Veitingageirinn.is um hvernig þessar klassísku heimagerðu frönskurnar sem hafa verið á boðstólnum frá upphafi eru gerðar og fengum við Baldur yfirmatreiðslumann á Roadhouse til uppljóstra aðferðina fyrir lesendur veitingageirinn.is:
1. Skera þær og skola en þetta er gert kvöldinu áður, svo eru þær geymdar á kæli í vatni yfir nótt
2. Forsteiktar á 150 C° í 3 til 4 mínútur á grindum, hristar með jöfnu tímabili eftir fyrstu 1 og 1/2 mín, settar í gastró og kældar
3. Allar franskarnar losaðar í sundur ef einhverjar eru fastar saman og pakkaðar í stærri einingar
4. Best ef þær fá svo að standa í kælir í 1 til 2 daga fyrir notkun svo yfirborðið þornar aðeins meira og gefi meiri stökkleika
5. Djúpsteiktar á 180 C° þangað til gullinbrúnt saltað og borðað með bestu list
En hvað er leyndarmálið að ná nýju frönskunum svona flottar og crispy?
„Það er ein aðferð sem okkur langar svolítið að eiga fyrir okkur eða allavegana aðeins lengur, en það er búið að fara mikil undirbúningsvinna að finna bestu aðferðina. Einnig fengum við þá hjá Bönunum að eiga alltaf til sterkjumiklar bökunarkartöflur fyrir okkur, því þær komu langbest út þegar við vorum að prófa okkur áfram“, sagði Baldur H.Guðbjörnsson yfirmatreiðslumaður Roadhouse í samtali við veitingageirinn.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








