Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr framkvæmdastjóri MAR
Snorri Valsson er nýr framkvæmdastjóri Elding Veitingar ehf. sem sér um rekstur MAR restaurant í Hafnarbúðum og veitingarekstur í öllum bátum Eldingar hvalaskoðunar.
Snorri hefur getið sér gott orð sem hótelstjóri á Hótel Holti á síðustu þremur árum tæpum og meðal annars skilað hótelinu í 2. sæti á Íslandi í Tripadvisor Travelers Choice verðlaununum sem kynnt voru í síðasta mánuði, segir í fréttatilkynningu.
Hann er lærður hótelstjóri, útskrifaður úr Glion Hotel School í Sviss, árið 2006. Hann hefur starfað á hótelum og veitingastöðum um allan heim, þar á meðal London, Colorado og Bangkok. Snorri leggur mikið uppúr einlægri þjónustu ásamt ógleymanlegri upplifun gesta sinna.
Búast má við nokkrum áherslubreytingum á MAR á næstu misserum.
Mynd: MAR restaurant
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






