Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr framkvæmdastjóri MAR
Snorri Valsson er nýr framkvæmdastjóri Elding Veitingar ehf. sem sér um rekstur MAR restaurant í Hafnarbúðum og veitingarekstur í öllum bátum Eldingar hvalaskoðunar.
Snorri hefur getið sér gott orð sem hótelstjóri á Hótel Holti á síðustu þremur árum tæpum og meðal annars skilað hótelinu í 2. sæti á Íslandi í Tripadvisor Travelers Choice verðlaununum sem kynnt voru í síðasta mánuði, segir í fréttatilkynningu.
Hann er lærður hótelstjóri, útskrifaður úr Glion Hotel School í Sviss, árið 2006. Hann hefur starfað á hótelum og veitingastöðum um allan heim, þar á meðal London, Colorado og Bangkok. Snorri leggur mikið uppúr einlægri þjónustu ásamt ógleymanlegri upplifun gesta sinna.
Búast má við nokkrum áherslubreytingum á MAR á næstu misserum.
Mynd: MAR restaurant
![]()
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn3 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






