Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr framkvæmdastjóri MAR
Snorri Valsson er nýr framkvæmdastjóri Elding Veitingar ehf. sem sér um rekstur MAR restaurant í Hafnarbúðum og veitingarekstur í öllum bátum Eldingar hvalaskoðunar.
Snorri hefur getið sér gott orð sem hótelstjóri á Hótel Holti á síðustu þremur árum tæpum og meðal annars skilað hótelinu í 2. sæti á Íslandi í Tripadvisor Travelers Choice verðlaununum sem kynnt voru í síðasta mánuði, segir í fréttatilkynningu.
Hann er lærður hótelstjóri, útskrifaður úr Glion Hotel School í Sviss, árið 2006. Hann hefur starfað á hótelum og veitingastöðum um allan heim, þar á meðal London, Colorado og Bangkok. Snorri leggur mikið uppúr einlægri þjónustu ásamt ógleymanlegri upplifun gesta sinna.
Búast má við nokkrum áherslubreytingum á MAR á næstu misserum.
Mynd: MAR restaurant
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar15 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






