Frétt
Nú er hægt að panta pastarétti beint á netinu hjá Pasta ehf.
Fyrirtækið Pasta ehf. var stofnað árið 1994 og hefur frá stofnun þess reynt að koma með fjölbreytt vöruúrval sem aukið gæti fjölbreytni fyrir stóreldhús og mötuneyti.
Ragnar Marinó Kristjánsson matreiðslumeistari er einn eiganda Pasta ehf., en hann útskrifaðist árið 1988 frá Hótel og veitingaskólanum og var á samning hjá Veitingahöllinni sem var og hét. Ragnar starfaði á ýmsum stöðum eða þar til að fjölskyldan ákvað að stofna fersk pasta framleiðslu í febrúar árið 1994.
Ákveðið var að kaupa fullbúinn fersk pasta framleiðslulínu frá Ítalíu og var strax hafist handa við að framleiða ferskt pasta til verslana.
Það var síðan um mitt ár 2002 að ákveðið var að einbeita sér að framleiða vörur fyrir stóreldhúsamarkaðinn og hætta að framleiða fyrir verslanir.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og alltaf er verið að finna upp nýjar framleiðslu vörur og núna í dag eru framleiddar fjölmargar íslenskar vörutegundir hjá Pasta ehf., en þær vörur sem framleiddar í dag eru:
- Ferskt pasta; Tortellone og Agnolotti með ýmsum fyllingum og eins líka lasagne-blöð.
- Tilbúnir réttir eins og lasagne 4 tegundir.
- Cannellone 3 tegundir.
- Eins eru það pastasalöt, en fyrirtækið sýður líka pasta fyrir stór notendur.
- Burritos 3 tegundir.
- Kínverskar núðlur, tilbúnar fyrir stóreldhúsin sem eru 2 tegundir.
- Ekta vorrúllur með þremur tegundum af fyllingum.
- Og svona má lengi telja.
Við höfum lagt mikinn metnað í gerð á heimasíðunni og eins líka að hafa allar upplýsingar um vörur okkar í mjög góðu lagi, þannig að viðskiptavinurinn getur treyst þeim
, sagði Ragnar í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um heimasíðuna.
Á heimasíðunni eru mjög góðar myndir af vörunum og er heildsöluverð gefið upp við hverja vöru. Með því að smella á hverja mynd þá birtast allar upplýsingar um vöruna, heimasíðan er líka pöntunarkerfi með reiknivél og er hægt að ákveða magn og sjá kostnaðinn við vörukaupin.
Til að geta pantað í gegnum heimasíðuna þarf eingöngu að skrá símanúmer fyrirtækisins sem notendanafn og kennitölu fyrirtækisins sem leyniorð.
Hvetjum alla að kíkja á síðuna hjá Pasta ehf. á vefslóðinni www.pasta.is
Mynd: Aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
Siggi
10.12.2013 at 08:42
Flottur Ragnar