Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar bakarí og fiskbúðir fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa hefur sektað þrjú bakarí og tvær fiskbúðir í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Stofnunin fór í heimsóknir í bakarí og fiskbúðir á höfuðborgarsvæði í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Þegar skoðununum var fylgt eftir kom í ljós að þrjú bakarí og tvær fiskbúðir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á bakaríin Björnsbakarí Austurströnd, Bæjarbakarí og Okkar bakarí og á fiskbúðirnar Gallerý fisk og Fiskbúðina Höfðabakka.
Myndir: úr safni
![]()
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi






