Nemendur & nemakeppni
Myndir frá verklegri æfingu hjá nemum fyrir NNK keppnina
Freisting.is fékk boð á verklega æfingu hjá nemum sem eru á leið til keppni í Norrænu nemakeppninni (NNK) í matreiðslu og framreiðslu í Kaupmannahöfn, en keppnin er á næsta leyti sem fer fram dagana 12. – 13. apríl næstkomandi.
Alltaf gaman að koma upp í skóla og fá að vera með að fylgjast með æfingu sem þessari. Boðið var til sætis í kennslurými þjóna í Hótel og matvælaskólanum, og við blasti fallega skreytt borð með blómaskeytingu og klassískri uppsetningu borðbúnaðar, hér var von á góðu!

Annar réttur: framreiddur á disk Lax og rauðrófur, hér var á ferðinni lungamjúkur og flottur lax með rauðrófum á nokkra vegu, góður réttur kannski helst til of mikið af rauðrófunni en fínt jafnvægi í sýru og sætu. Laxinn hefði mátt vera örlítið stærri.

Fyrsti réttur: framreiddur á disk Léttreyktur karfi, stórfín eldun á fiskinum, grænmetið helst til of lítið eldað en bragðgott, sósan uppá 10.

Annar réttur: framreiddur á disk Lax og rauðrófur, hér var á ferðinni lungamjúkur og flottur lax með rauðrófum á nokkra vegu, góður réttur kannski helst til of mikið af rauðrófunni en fínt jafnvægi í sýru og sætu. Laxinn hefði mátt vera örlítið stærri.

Fjórði réttur: Ostar, transerað á hliðarborði Fjórir ostar, hver öðrum betri, Ljótur kom skemmtilega á óvart – fallegur á bragðið. Rétt hitastig á ostum.

Fimmti réttur: Ábætisréttur – diskur, flambering á hliðarborði Súkkulaðikaka, ávextir og eplakrap, þrusugóð brögð hér á ferð ljúfur endir á flottri veislu. Hér kom diskur úr eldhúsi og þjónar eldsteiktu ávexti í sal, kom vel út.
/Matthías
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya













