Nemendur & nemakeppni
Myndir frá verklegri æfingu hjá nemum fyrir NNK keppnina
Freisting.is fékk boð á verklega æfingu hjá nemum sem eru á leið til keppni í Norrænu nemakeppninni (NNK) í matreiðslu og framreiðslu í Kaupmannahöfn, en keppnin er á næsta leyti sem fer fram dagana 12. – 13. apríl næstkomandi.
Alltaf gaman að koma upp í skóla og fá að vera með að fylgjast með æfingu sem þessari. Boðið var til sætis í kennslurými þjóna í Hótel og matvælaskólanum, og við blasti fallega skreytt borð með blómaskeytingu og klassískri uppsetningu borðbúnaðar, hér var von á góðu!

Annar réttur: framreiddur á disk Lax og rauðrófur, hér var á ferðinni lungamjúkur og flottur lax með rauðrófum á nokkra vegu, góður réttur kannski helst til of mikið af rauðrófunni en fínt jafnvægi í sýru og sætu. Laxinn hefði mátt vera örlítið stærri.

Fyrsti réttur: framreiddur á disk Léttreyktur karfi, stórfín eldun á fiskinum, grænmetið helst til of lítið eldað en bragðgott, sósan uppá 10.

Annar réttur: framreiddur á disk Lax og rauðrófur, hér var á ferðinni lungamjúkur og flottur lax með rauðrófum á nokkra vegu, góður réttur kannski helst til of mikið af rauðrófunni en fínt jafnvægi í sýru og sætu. Laxinn hefði mátt vera örlítið stærri.

Fjórði réttur: Ostar, transerað á hliðarborði Fjórir ostar, hver öðrum betri, Ljótur kom skemmtilega á óvart – fallegur á bragðið. Rétt hitastig á ostum.

Fimmti réttur: Ábætisréttur – diskur, flambering á hliðarborði Súkkulaðikaka, ávextir og eplakrap, þrusugóð brögð hér á ferð ljúfur endir á flottri veislu. Hér kom diskur úr eldhúsi og þjónar eldsteiktu ávexti í sal, kom vel út.
/Matthías
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu













