Sverrir Halldórsson
Möet UK Vínþjónn ársins 2013 kynnir þátttakendur í undanúrslitum
Möet UK keppnin er haldin af Academy of Food & Wine Service ( AFWS ), og voru fyrst haldnar svæðisbundnar keppnir í Bristol, London, Manchester, Tunbrigde Wells og Edinborg.
Þátttakendur voru 89 sem er mesti fjöldi í 34 ára sögu keppninnar og komust eftirfarandi 10 einstaklingar áfram í undanúrslitin og keppa 28. maí á London Mandarin Oriental hótelinu, ásamt runners-up frá því í fyrra þeim Laurent Richet frá Restaurant Sat Bains í Nottingham og Clement Robert frá Medlar Restaurant, London.
– Romain Bourger, the Vineyard at Stockcross, Newbury
– Tobias Brauweiler, the Ritz, London
– Remi Fischer, Gleneagles, Perthshire
– Michael Jenni, Launceston Place, London
– Kathrine Larson, Orrery, London
– Tanguy Martin, Hotel TerraVina, Hampshire
– Stefan Neumann, the Fat Duck, Berkshire
– Marcin Oziebly, Sam’s Chop House, Manchester
– Mark Perlaki, Hotel du Vin, Harrogate
– Stuart Skea, 21212 Restaurant, Edinburgh
Af þeim 12 sem taka þátt í undanúrslitunum komast einungis 3 í úrslitin sem haldin verða síðar sama dag.
Yfirdómari verður Gerard Bassett OBE,NW,MS, og eru allir meðdómendur hans velþekktir í faginu. Vinningshafinn fær í verðlaun ferð til Maison Moet & Chandon, að bragða á Grand Vintage seríunni með Benoit Gouez vínsérfræðingi, einnig fær hann ferð til Southern Rhöne Valley þegar haustuppskera ársins er í fullum gangi, sem gefur honum upplagt tækifæri til að læra meira um vín og vínmenningu.
Allir þrír sem komast í úrslit, verða meðlimir í The Wine Guild of the United Kingdom í eitt ár og fá að taka þátt í ölllum uppákomum hjá þeim frítt.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





