Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Le Bistro, nýr staður við Laugaveginn
- Le bistro
- F.v. Alex Da Rocha og Arnór Bohic
- Læt hér fylgja matseðillinn hjá þeim.
Staðurinn er til húsa, þar sem Frú Berglaug var til húsa á Laugavegi 12. Með nýjum eigendum vill oft koma önnur áhersla, nýtt nafn og nýr matseðill og er svo á Le bistro.
Þeir sem stjórna skútunni nú heita Arnór Bohic sem hefur starfað í veitingahúsa og þjónustu bransanum í nálægt 20 ár, og hefur Bs. gráðu í hospitality management frá Ecole Hotelire de Lausanna, Sviss, Alex Da Rocha sem að hefur verið í rúm 15 ár í faginu og útskrifaðist úr Hótelskólanum Val de Loire Frakklandi og var lærlingur Jean Guillemot „Sommelier“ í 3 ár.
Yfirmatreiðslumaður staðarins er Jean-Yann Hoareau kemur frá Paris og hefur starfað sem yfirkokkur á „Au François Felix“, „Vin et Marée Suffren og „Bistrot du 17eme- Groupe Dorr“.
Verður gaman að fylgjast með þeim í ölduróti veitingageirans í Reykjavík.
Mynd af Le Bistro og texti: Sverrir
Mynd af Alex og Arnór fengin af facebook síðu Le bistro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille








