Keppni
Kristín Þóra Kaffitársmeistari Kaffibarþjóna 2013
Innanhúsmót Kaffibarþjóna Kaffitárs var haldið í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Stapabraut, Njarðvík. Níu keppendur mættu til leiks og komu margar skemmtilega framsetningar á drykkjum fram að sögn viðstaddra. Keppni þessi er liður í að hvetja starfsfólk í fyrirtækinu til að keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en keppnin gefur starfsfólkinu tækifæri til að prufukeyra rútínuna sína áður en haldið er í sjálft mótið, sem haldið verður á Kaffihátíð í Hörpu 21. og 22. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að lesa á heimasíðu Kaffibarþjónafélags Íslands með því að smella hér.
Við óskum Kríu til hamingju með árangurinn og Kaffitári með vel lukkað mót. Meðfygljandi Instagram myndir voru merktar #veitingageirinn, en myndirnar tók Kría.
Mynd af verðlaunahöfum: af heimasíðu kaffibarthjonafelag.is.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025














