Matthías Þórarinsson
Kaffitár opnar á Nýbýlaveginum | Björn Bragi matreiðslumaður tók vel á móti freisting.is
Freisting.is leit við á Nýbýlaveginum en þar er Kaffitár er að fara að opna bakarí, bakvinnslueldhús fyrir kaffihúsin sín og kaffihús sem verður á jarðhæðinni framan við bakaríið, auk þess sem skrifstofur og kennsluaðstaða verður samankomin undir einu þaki.
Eins og myndirnar bera með sér voru nokkur handtök eftir en áætluð opnun er í apríl byrjun. Við hittum fyrir Björn Braga Bragason en kappinn sá er matreiðslumaður og bransanum að góðu kunnur og fullur bjartsýni á að þetta hafist allt á réttum tíma.
Vinnuaðstaðan mun stækka tífalt frá því sem nú er og til gamans þá sagði Björn mér að gólfflötur í nýja kæli og frystinum er það pláss sem þau hafa úr að moða í dag! Verður spennandi að líta við þegar nær dregur og sjá breytingarnar sem átt hafa sér stað.
8.2.2013
Myndir og texti: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu











