Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kaffitár opnaði í morgun nýtt bakarí að auki bakvinnslueldhús fyrir kaffihúsin sín
Kaffitár opnaði í morgun nýtt bakarí á Nýbýlaveginum að auki bakvinnslueldhús fyrir kaffihúsin sín, en kaffihúsið er á jarðhæðinni framan við bakaríið, auk þess sem skrifstofur og kennsluaðstaða er nú samankomið undir einu þaki. Björn Bragi Bragason er kappinn sem sér um bakvinnslueldhúsið en hann er matreiðslumaður að mennt og bransanum að góðu kunnur og með honum er snillingurinn og bakari með meiru, Pétur Sigurbjörn Pétursson.
- Það var komin röð fyrir 7:30 í morgun…. við erum búin að opna
- Þau standa vaktina í dag og taka vel á móti öllum á fyrsta opnunardegi Kruðerís
- Við erum búin að opna
- Allt að gerast – (Mynd frá framkvæmdum)
- Hefiskápurinn og ofninn – þar sem galdrarnir gerast! (Mynd frá framkvæmdum)
- Íslenskt croissant, handgert í Kópavogi. Með sveitaskinku annars vegar og hins vegar með súkkulaði frá Nóa.
- Kruðeríið er án aukaefna og handgert frá grunni á staðnum, rennur ljúft niður með Kaffitári.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun verður birt síðar.
Myndir og myndatexti: af facebook síðu Kruðerí Kaffitárs.
/Smári
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir












