Sverrir Halldórsson
Jólaborgarinn á American style | „Þetta var flottur hádegisverður…“
Hann er kynntur undir slagorðinu „XMAS STYLE“ og innihald hans er Appelsínu– & smjörlegin kalkúnabringa með lambasalati, eplum og sultuðum rauðlauk, borin fram með frönskum kartöflum og gosi.
Ég fór á stúfana og skellti mér inn á Stylerinn og pantaði mér eitt stk. „XMAS STYLE“. Meðan ég var að panta hann var mér starsýnt á glæran kassa á miðju borðinu og spurði hvað þetta væri, þetta er svona kaka sem er hjúpuð á ýmsa vegu, „ok, ég tek einn með lakkrískurli og fæ mér sæti“.
Svo kom borgarinn á borðið og vá hvað hann var góður, þetta var bara skorinn bringa, mjög safarík og meðlætið milt og féll vel að bragði fuglsins, frönsku kartöflurnar finnst mér alltaf góðar þar, en frekar hefði ég viljað sjá sætfranskar þarna með og kannski kemur það seinna.
Svo var komið að pinnanum og var svona skemmtilegur endir, smá sætt í endinn en það er bakaríið Passion í Álfheimum sem býr þá til.
Þetta var flottur hádegisverður og hélt maður áfram út í amstur dagsins vel nærður.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









