Sverrir Halldórsson
Innsiglið rofið og vertinn vel hvíldur
„Þeir eru að rjúfa innsiglið núna. Ég er að fara keyra vestur aftur og við verðum með opið í kvöld. Við getum reyndar ekki verið með hlaðborð líkt og venjulega en það verður hægt að panta stakar pönnur. Ljósi punkturinn í þessu öllu er sá að ég kem vel hvíldur tilbaka,“ segir Magnús Hauksson, vert á veitingastaðnum Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Eins og kunnugt er orðið var staðurinn innsiglaður af Ríkisskattstjóra á fimmtudag en það var í fyrsta skipti sem embættið beitir slíkri heimild til að stöðva atvinnurekstur, að því er fram kemur á bb.is.
Nokkur styr hefur staðið um aðgerðina og mótmæltu eigendur veitingastaðarins ummælum Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra sem líkti mikilli fjölgun í starfsemi tengdri ferðaþjónustu við gullgrafaraæði. Þar sem Tjöruhúsið var eina fyrirtækið sem nefnt var í þessu samhengi vildu forsvarsmenn þess meina að hann hafi þarna bendlað þá við gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og skattsvik, þegar ljóst væri „að um væri að ræða misskilning í bland við klassískan vestfirskan tossagang.“, segir enn fremur á vestfirska vefnum bb.is.
Mynd: bb.is
Taggaðu okkur á Twitter og Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






