Keppni
Ingibjörg Ringsted sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur
Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013 í gær. Sýningin hófst á föstudaginn síðastliðinn í Íþróttahöllinni á Akureyri og lauk í gær og voru sýnendur um 30 talsins. Sýningin var haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti, en síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum.
Ingibjörg gerði hvítsúkkulaðimús með súkkulaðiskrauti og hindberjabotni sem borið var fram í dessertglasi í keppninni Dömulegur eftirréttur, en uppskriftin verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Alls voru 6 keppendur en þær voru:
- Guðrún Gísladóttir – Framkvæmdarstjóri Átaks
- Ingibjörg Ringsted- Framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri
- Hrafnhildur E. Karlsdóttir- Hótelstjóri Hótels KEA
- Vilborg Jóhannsdóttir – Eigandi tískuvörubúðarinnar Centro
- Martha Óskarsdóttir – Verkefnastjóri eldvarnareftirlit hjá Slökkviliðinu
- Jóna Jónsdóttir – Starfsmannastjóri Norðlenska

F.v. Heimir Áskeirsson hjá Darra – Eyjabita á Grenivík, Ingvar Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska ásamt meðlimum í Klúbbi Matreiðslumeistara þau Júlía Skarphéðinsdóttir og Örn Svarfdal
Í lok sýningar var uppboð á gjafakörfum frá sýnendum á sýningunni. Rúsínan í pylsuendanum var þegar matarboð fyrir 8 manns var boðið upp, þá ætlar Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi að koma í heimahús og elda 3ja rétta matarveislu og sjá um allan frágang. Var þessi veisla slegin til Darra – Eyjabita á Grenivík fyrir 210.000 kr. Norðlenska lagði sömu upphæð málefni liðs sem var Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis. Samtals safnaðist um 700.000 krónur til félagsins í uppboðinu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?