Keppni
Ingibjörg Ringsted sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur
Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013 í gær. Sýningin hófst á föstudaginn síðastliðinn í Íþróttahöllinni á Akureyri og lauk í gær og voru sýnendur um 30 talsins. Sýningin var haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti, en síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum.
Ingibjörg gerði hvítsúkkulaðimús með súkkulaðiskrauti og hindberjabotni sem borið var fram í dessertglasi í keppninni Dömulegur eftirréttur, en uppskriftin verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Alls voru 6 keppendur en þær voru:
- Guðrún Gísladóttir – Framkvæmdarstjóri Átaks
- Ingibjörg Ringsted- Framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri
- Hrafnhildur E. Karlsdóttir- Hótelstjóri Hótels KEA
- Vilborg Jóhannsdóttir – Eigandi tískuvörubúðarinnar Centro
- Martha Óskarsdóttir – Verkefnastjóri eldvarnareftirlit hjá Slökkviliðinu
- Jóna Jónsdóttir – Starfsmannastjóri Norðlenska

F.v. Heimir Áskeirsson hjá Darra – Eyjabita á Grenivík, Ingvar Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska ásamt meðlimum í Klúbbi Matreiðslumeistara þau Júlía Skarphéðinsdóttir og Örn Svarfdal
Í lok sýningar var uppboð á gjafakörfum frá sýnendum á sýningunni. Rúsínan í pylsuendanum var þegar matarboð fyrir 8 manns var boðið upp, þá ætlar Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi að koma í heimahús og elda 3ja rétta matarveislu og sjá um allan frágang. Var þessi veisla slegin til Darra – Eyjabita á Grenivík fyrir 210.000 kr. Norðlenska lagði sömu upphæð málefni liðs sem var Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis. Samtals safnaðist um 700.000 krónur til félagsins í uppboðinu.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu

































