Sverrir Halldórsson
Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla | „..orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim“
Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla var haldið fimmtudagskvöldið 5. desember s.l. í Turninum. Uppistaðan í þessum hópi er fyrrverandi áhafnameðlimir á nýsköpunar- togaranum Hafliða sem gerður var út frá Siglufirði. Heimasíða þeirra er á vefslóðinni si2.is, og geta menn fræðst þar um viðkomandi félagsskap.
Við félagarnir náðum að koma okkur inn í þennann hóp og mættum á Herrakvöldið þeirra.
Á matseðlinum var:
Drykkjarföng voru malt og appelsín.
Lúbarðar lambakótilettur í raspi, sérvaldar og ekki fitusnyrtar, með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, asíum, rauðkáli, rababarasultu, brúnni sósu og feiti.
Smakkaðist þetta alveg fantavel og því miður er leitun að svona góðum lettum á veitingastöðum borgarinnar.
Svo sagði Ásmundur Friðriksson sjóarasögur af mikilli innlifun og skellihló salurinn trekk í trekk, einnig tók til máls einn af forsvarsmönnum hópsins og gaf hann lítið eftir í sögum af sjónum, en þetta eru svona sögur sem sagðar voru þarna inni en fara ekki lengra.
Svo kom Ábætirinn og var þar boðið upp á coctailávexti með 3 tegundum af ís og þeyttum rjóma eins og var í gamla daga á sjónum á sunnudögum.
Þessi skemmtun var alveg þess virði að mæta og er ég orðinn spenntur fyrir næstu veislu hjá þeim.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Birgir Ingimarsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis











